Vertu memm

Pistlar

Klúbbur matreiðslumeistara fimmtíu ára

Birting:

þann

Þórir Erlingsson

Þórir Erlingsson

Kæru félagar og aðrir landsmenn.

Nú í upphafi árs þegar jólahátíðinni er nýlokið og við flest höfum notið góðs matar með fjölskyldum og vinnum þá er okkur öllum ljóst að Covid 19 hefur enn mikil áhrif á okkur starf. Við hefðum átt að vera með Hátíðarkvöldverð 8. janúar síðastliðin en annað árið í röð urðum við að aflýsa þessum glæsilega viðburði. Stefnan er því tekin á Hátíðarkvöldverð 7. janúar 2023 á Hilton Reykjavík Nordica.

Á þessu ári verður Klúbbur matreiðslumeistara fimmtíu ára. Klúbburinn var stofnaður í febrúar 1972 og hefur starfað óslitið síðan. Stefnt er að því að fagna afmælinu með ýmsum viðburðum þegar aðstæður leyfa. Við hvetjum félagsmenn til að rifja upp sögur og myndir úr starfinu á liðnum árum og senda á okkur í stjórninni.

Eins og ég nefndi í fréttabréfinu í nóvember þá er árið 2022 mikið keppnisár. Má þá fyrst nefna keppnina um Kokk ársins þar sem spennandi verður að sjá fremstu matreiðslumenn landsins keppa um titilinn.

Sá matreiðslumaður sem vinnur keppnina fær ekki aðeins nafnbótina Kokkur ársins heldur einnig vegleg peningaverðlaun og réttinn til að keppa um titilinn matreiðslumaður Norðurlandanna árið 2023.

Auk þessa munu Íslenskir matreiðslumenn taka þátt í ýmsum keppnum erlendis á vegum Klúbbsins. Þar má nefna Sindra Guðbrand Sigurðsson sem keppir um titilinn Matreiðslumaður Norðurlandanna og Svein Steinsson sem keppir í Nordic Green Chef. Sigurjón Bragi Geirsson keppir í Global Chef auk þess sem hann mun keppa í Bocuse d‘Or Europe í mars, en Sigurjón var Kokkur ársins 2019 og er fyrrverandi þjálfari Kokkalandsliðsins.

Ennfremur mun Kokkalandsliðið keppa á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg í nóvember.

Íslenskir matreiðslunemar munu síðan taka þátt í nokkrum keppnum og má þar t.d. nefna Norrænu nemakeppnina og undankeppni fyrir EuroSkills sem verður haldin í Laugardalshöll í lok mars.

Ég vona að fljótlega getum við kæru félagar farið að hittast aftur á reglulegum klúbb fundum þar sem við getum rætt um það sem okkur finnst svo skemmtilegt; mat, matargerð og veitinga flóruna.

Ég óska ykkur gleðilegs árs og vona að árið verði okkur öllum gæfuríkt.

Þórir Erlingsson,
forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið