Vertu memm

Pistlar

Klúbbur Matreiðslumeistara árið 2001

Birting:

þann

Gissur Guðmundsson

Árið 2001 hefur verið annasamt og áhugvert fyrir matreiðslumenn á Íslandi, margt hefur verið gert og mörg afrekin unnin á þessu ári sem styrkt hafa matargerð á Íslandi og haft áhrif á þróunina á veitingahúsum.

Hátíðarkvöldverður í Bláa Lóninu

Í byrjun árs var haldin glæsilegur hátíðarkvöldverður í Bláa Lóninu, þar sem félagsmenn matreiddu 11 rétta matseðil fyrir um 140 gesti, til liðs við okkur fengum við færustu framreiðslumenn landsins.

Hátíðarkvöldverður K.M. er árviss og komast færri að en vilja, Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var heiðursgestur kvöldsins og Sigmar Ernir hjá Stöð 2 sá um að stjórna kvöldin að mikilli list.

Bocuse d´Or í Lyon

Einn vinsælasti pop-up viðburður í fyrra endurtekinn í ár

Hákon Már Örvarsson

Mikla áræðni þurfti til að taka ákvörðun um að fara í Bocuse d´Or 2001, lá ljóst fyrir strax í upphafi að þetta yrði kostnaðasamt fyrir K.M og áttum við í töluverður basli með að ná endum saman, en sá árangur sem félagi okkar Hákon Már náði þar léttir þennan róður gífurlega.

Vil ég segja að með þessum frábæra árangir hafa íslenskir matreiðslumenn stimplað sig rækilega inn í stórkeppnir og er nú undirbúningur þegar hafinn fyrir næstu keppni sem haldin verður í janúar 2003.

Landsliðið í Scot Hot

Kokkalandsliðið árið 2001

Kokkalandsliðið árið 2001

Strákarnir  í landsliðinu hafa afrekað margt á stuttum tíma eftir að hafa lokið keppni í Erfurt í Þýskalandi í október 2000 þá var ákveðið að stefna á Scot Hot keppnina sem haldin var í Glasgow í mars 2001.

Þar komu strákarnir og náðu fjórða sæti í heita matnum og náðu sér í dýrmæta reynslu, kynntust dómurum og fengu að heyra álit þeirra. Strákarnir æfa nú að fullum krafti fyrir heimsmeistarakeppnina sem haldin verðu í nóvember 2002 í Luxemburg.

Í vetur verður lögð öll áhersla á kalda borðið og er ætlunin að stilla því upp í heild sinni á Matur 2002 og þar munu nokkrir erlendir dómara gef okkur góð ráð.

Forseti K.M. gerður að varaforseta Norðurlandasamtaka matreiðslumanna

Á norðurlandaþingi matreiðslumanna sem haldið var í Kristjánsand í Noregi í maí var Gissur Guðmundsson forseti K.M. gerður að varaforseta samtakan til næstu tveggja ára. Þetta er mikill heiður fyrir okkur matreiðslumenn hér heima.

Forseti NKF er Gert Sörendsen og verður það mjög ánægjulegt og lærdómsríkt að starfa með honum ásamt öllu því góða fólki sem kemur að NKF.

NKF hefur lagt mikla áherslu á að ýta dómaraskólanum úr vör og er nú komið í notkun dómaravegabréf sem allir verða að hafa sem ætla sér að stunda dómgæslu á norðurlöndunum.

Forseti K.M gerður að heiðursfélaga í Canada

Á þingi matreiðslumanna í Kanada sem haldið var í Halifax í júní var Gissur Guðmundsson forseti KM gerður að heiðursfélaga Kanadíska kokkaklúbbsins. Er þetta einstök viðurkenning á því starfi sem Klúbbur Matreiðslumeistara hefur verið að sinna síðustu ár.

Við viljum vera þátttakendur í alþjóðlegu starfi og erum boðnir velkomnir til starfa með þessu hætti, það er nauðsynlegt að vera sýnlegur og taka þátt í því sem er að ske á heimsvísu, á móti fáum við möguleika á að kynna það sem við erum að gera og láta taka eftir okkur þegar við förum í keppnir.

Auglýsingapláss

Aðalfundur K.M. haldinn í Hveragerði

Aðalfundur K.M. var haldinn í Hveragerði 5. maí.  Fundurinn tókst með miklum ágætum og voru ýmis málefni rædd. Í hádeginu var okkur boðið að skoða verksmiðjuna hjá Alpan og var það einstaklega gaman fyrir þennan hóp að fá innsýn inn í hvernig pottar og pönnur eru lagaðar.

Eiga Alpan menn hrós skilið fyrir gestrisni og matarboðið í Rauða húsinu í háteginu. Um kvöldið var haldin glæsileg árshátíð þar sem kokkalandsliðið sá um að galdra fram glæsilegan mat.

Vinur okkar Ísólfur Gylfi  var veislustjóri og fór hann á kostum. Landbúnaðaráðherra Guðni Ágústsson var heiðursgestur kvöldsins.

Evrópufundur WACS í London

Fundur allra forseta matreiðsluklúbba í Evrópu var haldin í London eina helgi í Júlí. Það var mjög áhugasamur fundur og gott tækifæri til að kynnast hópnum og heyra skoðanir annarra.

Félagsmenn í K.M. í fyrsta skipti yfir 100

Ásókn í KM hefur aukist samhliða auknu starfi klúbbsins.  Á septemberfundinum voru teknir inn nýir félagsmenn og fór félagtalið þá í fyrsta skipti yfir 100 félagsmenn, er þetta ánægjuleg þróun og sýnir að við erum að gera áhugaverða hluti sem matreiðslumenn vilja vera þátttakendur í.

K.M. félagar styrkja félaga í New York

Smáralind

Þann 11. September breyttist heimurinn og við ásamt öllum öðrum í heiminum höfum orðið vör við það. Matreiðslumenn í New York urðu illa úti eftir þessar hörmungar eins og svo margir aðrir. Margir hafa misst vinnu vegna mikils samdráttar.

KM hélt matarbasar í Smáralindinni 20 október og söfnuðust 250.000 kr sem runnu óskert til matreiðslumanna í New York. Sendiherra Bandaríkjanna Barbara J. Griffiths veiti fénu viðtökur og sá um að koma því í réttar hendur.

Smáralindin og KM í samstarf

Matarbasarinn þótti heppnast einstaklega vel og í kjölfari þess hefur Smáralindin óskað eftir samstarfi við KM. Um helgina 24. og 25. nóvember voru KM félagar með kynningar á vegum Nóatúns um hvað ætti að hafa í jólamatinn og hvernig bera sig ætti að við matargerðina.

Tókst þetta með miklum ágætum og hefur Smáralindin óskað eftir svipaðri uppákomu um páskana 2002.

Jólafagnaður K.M. á Hótel Borg

Jólafagnaður K.M. á Hótel Borg, 4. desember 2001, var haldinn árlegur jólafagnaður KM á Hótel Borg, heppnaðist kvöldverðurinn með miklum ágætum og skemmtu menn sér konuglega.

Árið 2002 verður spennandi fyrir matreiðslumenn á Íslands

Hátíðarkvöldverður 5. janúar á Hótel Loftleiðum

Auglýsingapláss

Undankeppni matreiðslumaður ársins 26. janúar

30 ára afmælisfagnaður K.M. 16. febrúar

Alheimsþing matreiðslumanna í Japan 24. til 28. mars

Matur 2002  18. til 21. apríl.

NKF stjórnafundur á Íslandi 19. apríl

Matreiðslumaður ársins 20. apríl

Matreiðslumaður norðurlanda 21. apríl

Aðalfundur KM verður haldin að venju í maímánuði

Heimsmeistara keppni í matreiðslu verður haldinn í nóvember í Luxemburg.

Á árinu 2002 verða um 9 félagsfundir haldnir

Auglýsingapláss

Kær kveðja
Gissur Guðmundsson, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið