Viðtöl, örfréttir & frumraun
Klúbbur framreiðslumeistara endurvakinn
Um nokkurt skeið hefur verið umræða um að endurvekja klúbb framreiðslumeistara. Með það að leiðarljósi var boðað til aðalfundar í hinum endurvakna klúbbi á veitingastaðnum Monkeys 13. febrúar sl.
Kosið var til nýrrar stjórnar og vonast stjórn og meðlimir eftir því að vegsemd og virðing fyrir framreiðslu iðninni aukist og komist aftur á sinn fyrri stall.
Ný stjórn þakkar það traust sem henni er sýnt og hlakkar til að starfa í þágu félagsmanna næsta árið og vonast til að rísa undir því trausti.
Veitingageirinn á íslandi hefur svo sannarlega farið í gegnum tímana tvenna.
Starfsumhverfi og aðstæður hafa verið með miklum ólíkindum í samfélaginu síðustu misseri. Nú þegar ferðaiðnaðurinn fer aftur stækkandi, skiptir gríðarlega miklu máli að sem flestir hafi aðgengi að bestu upplifun og þjónustu sem við Íslendingar höfum uppá að bjóða.
Markmið nýrrar stjórnar er að viðhalda og styðja við faglegar framreiðslu hefðir , auka þekkingu á faginu og síðast en ekki síst að halda utan um þjálfunar- og keppnis hluta framreiðslu sviðsins.
Eftirfarandi aðilar eru í stjórn Klúbbs framreiðslumeistara
- Forseti: Sigurður Borgar Ólafsson – Monkeys
- Varaforseti: Katrín Ósk Stefánsdóttir – Borg Restaurant
- Ritari: Manuel Schembri – BRÚT Restaurant
- Gjaldkeri: Hilmar Örn Hafsteinsson – Steikhúsið
- Varamaður: Elías Már Hallgrímsson – VOX Brasserie & Bar

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum