Viðtöl, örfréttir & frumraun
Klúbbur framreiðslumeistara endurvakinn
Um nokkurt skeið hefur verið umræða um að endurvekja klúbb framreiðslumeistara. Með það að leiðarljósi var boðað til aðalfundar í hinum endurvakna klúbbi á veitingastaðnum Monkeys 13. febrúar sl.
Kosið var til nýrrar stjórnar og vonast stjórn og meðlimir eftir því að vegsemd og virðing fyrir framreiðslu iðninni aukist og komist aftur á sinn fyrri stall.
Ný stjórn þakkar það traust sem henni er sýnt og hlakkar til að starfa í þágu félagsmanna næsta árið og vonast til að rísa undir því trausti.
Veitingageirinn á íslandi hefur svo sannarlega farið í gegnum tímana tvenna.
Starfsumhverfi og aðstæður hafa verið með miklum ólíkindum í samfélaginu síðustu misseri. Nú þegar ferðaiðnaðurinn fer aftur stækkandi, skiptir gríðarlega miklu máli að sem flestir hafi aðgengi að bestu upplifun og þjónustu sem við Íslendingar höfum uppá að bjóða.
Markmið nýrrar stjórnar er að viðhalda og styðja við faglegar framreiðslu hefðir , auka þekkingu á faginu og síðast en ekki síst að halda utan um þjálfunar- og keppnis hluta framreiðslu sviðsins.
Eftirfarandi aðilar eru í stjórn Klúbbs framreiðslumeistara
- Forseti: Sigurður Borgar Ólafsson – Monkeys
- Varaforseti: Katrín Ósk Stefánsdóttir – Borg Restaurant
- Ritari: Manuel Schembri – BRÚT Restaurant
- Gjaldkeri: Hilmar Örn Hafsteinsson – Steikhúsið
- Varamaður: Elías Már Hallgrímsson – VOX Brasserie & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni











