Uppskriftir
Kjúklingur á ítalska vísu – fylltur með grænmeti
Kjúklingur primavera
- Einn kjúklingur sem búið er að klippa hrygginn úr (til að fylla og flýta fyrir eldun)
- 2 msk. ólífuolía
- salt
- Ferskur svartur pipar
- 1 tsk .ítalskt blaðkrydd
- Einn kúrbítur, þunnt skorinn í fallegar sneiðar
- 3 miðlungs tómatar, helmingaðir og skornir í þunnar sneiðar
- 2 gular paprikur, þunnt sneiddar
- 1/2 rauðlaukur, þunnt sneiddur
- 1 kúla ferskur mozzarella-ostur
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður – eða grillið. Setjið kjúkling á skurðbretti og klippið með góðum skærum bakhliðina úr (hrygginn). Aðferðin oft kölluð að fletja út. Skerið vasa í bringurnar en gætið þess að skera ekki alveg í gegn. Smyrjið með olíu og kryddið með salti, pipar og ítalska kryddinu.
Fyllið hvern vasa til skiptist með kúrbít, tómötum, papriku og rauðlauk.
Gott að rífa mozzarella-ost yfir.
Bakið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, í um 25 mínútur. Ef nota á grill er gott að hvolfa kjúklingnum á stálbakka eða laust kökuform, þegar búið er að brúna skinnmegin – svo grænmeti detti ekki á milli grinda.
Framreiðið með grilluðu grænmeti og sýrðum rjóma með graslauk.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig