Vertu memm

Frétt

Kjúklingalæri frá Stjörnugrís innkölluð: hugsanleg salmonella

Birting:

þann

Kjúklingalæri frá Stjörnugrís innkölluð: hugsanleg salmonella

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af buffalómarineruðum kjúklingalærum frá Störnugrís hf.  Fyrirtækið hefur innkallað vöruna. Innköllunin á eingöngu við um kjúkling með þessum tilteknu rekjanleikanúmerum.

  • Vöruheiti: Kjúklingur í buffalo
  • Vörumerki: Stjörnufugl
  • Lýsing á vöru: Kjúklingalæri í buffaló marineringu
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Lotunúmer: 8019-25287 og 8019-25279
  • Strikamerki: 2328812
  • Framleiðandi: Stjörnugrís hf
  • Dreifing: Krónan, Bónus.

Til að fyrirbyggja áhyggjur neytenda skal tekið fram að kjúklingurinn er öruggur til neyslu ef hann er eldaður í gegn. Gæta skal þess að safi frá hráum kjúklingi komist ekki í snertingu við aðra matvöru.

Leiðbeiningar til viðskiptavina: Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessa rekjanleikanúmerum eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun. Nánari upplýsingar veitir: Stjörnugrís hf. – sjá fréttatilkynningu.

Mynd: mast.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið