Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kjötsúpa á þjóðfundi
Bændur buðu upp á kjötsúpu á þjóðfundinum í Laugardalshöllinni í dag og fengu frábærar viðtökur. Gefnir voru 1.500 skammtar á alls 8 vinnustöðvum, alls um 400 lítrar. Tíu risapottar voru ferjaðir frá Hótel Sögu kl. 15:00 en Bjarni yfirkokkur stóð við hlóðirnar eins og fyrri daginn. Fjöldi sjálfboðaliða aðstoðaði við súpugjöfina en serveringin sjálf tók ekki nema rúmlega hálfa klukkustund. Eldum íslenskt var að sjálfsögðu í forgrunni en kjötsúpuuppskriftinni var vel tekið og súpan sjálf fékk einróma lof.
Það voru Landssamtök sauðfjárbænda sem sköffuðu kjötið í súpuna og Sölufélag garðyrkjumanna sá um mest af grænmetinu. Að öðru leyti voru það Bændasamtökin í samvinnu við kokkana á Hótel Sögu sem sáu um framkvæmdina.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






