Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kjötsúpa á þjóðfundi

Birting:

þann

Kjötsúpa á Þjóðfundi

Bjarni Gunnar Kristinsson og Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistarar
Mynd: bondi.is

Bændur buðu upp á kjötsúpu á þjóðfundinum í Laugardalshöllinni í dag og fengu frábærar viðtökur. Gefnir voru 1.500 skammtar á alls 8 vinnustöðvum, alls um 400 lítrar. Tíu risapottar voru ferjaðir frá Hótel Sögu kl. 15:00 en Bjarni yfirkokkur stóð við hlóðirnar eins og fyrri daginn. Fjöldi sjálfboðaliða aðstoðaði við súpugjöfina en serveringin sjálf tók ekki nema rúmlega hálfa klukkustund. Eldum íslenskt var að sjálfsögðu í forgrunni en kjötsúpuuppskriftinni var vel tekið og súpan sjálf fékk einróma lof.

Það voru Landssamtök sauðfjárbænda sem sköffuðu kjötið í súpuna og Sölufélag garðyrkjumanna sá um mest af grænmetinu. Að öðru leyti voru það Bændasamtökin í samvinnu við kokkana á Hótel Sögu sem sáu um framkvæmdina.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið