Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kjötsúpa á þjóðfundi
Bændur buðu upp á kjötsúpu á þjóðfundinum í Laugardalshöllinni í dag og fengu frábærar viðtökur. Gefnir voru 1.500 skammtar á alls 8 vinnustöðvum, alls um 400 lítrar. Tíu risapottar voru ferjaðir frá Hótel Sögu kl. 15:00 en Bjarni yfirkokkur stóð við hlóðirnar eins og fyrri daginn. Fjöldi sjálfboðaliða aðstoðaði við súpugjöfina en serveringin sjálf tók ekki nema rúmlega hálfa klukkustund. Eldum íslenskt var að sjálfsögðu í forgrunni en kjötsúpuuppskriftinni var vel tekið og súpan sjálf fékk einróma lof.
Það voru Landssamtök sauðfjárbænda sem sköffuðu kjötið í súpuna og Sölufélag garðyrkjumanna sá um mest af grænmetinu. Að öðru leyti voru það Bændasamtökin í samvinnu við kokkana á Hótel Sögu sem sáu um framkvæmdina.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum