Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kjötsúpa á þjóðfundi
Bændur buðu upp á kjötsúpu á þjóðfundinum í Laugardalshöllinni í dag og fengu frábærar viðtökur. Gefnir voru 1.500 skammtar á alls 8 vinnustöðvum, alls um 400 lítrar. Tíu risapottar voru ferjaðir frá Hótel Sögu kl. 15:00 en Bjarni yfirkokkur stóð við hlóðirnar eins og fyrri daginn. Fjöldi sjálfboðaliða aðstoðaði við súpugjöfina en serveringin sjálf tók ekki nema rúmlega hálfa klukkustund. Eldum íslenskt var að sjálfsögðu í forgrunni en kjötsúpuuppskriftinni var vel tekið og súpan sjálf fékk einróma lof.
Það voru Landssamtök sauðfjárbænda sem sköffuðu kjötið í súpuna og Sölufélag garðyrkjumanna sá um mest af grænmetinu. Að öðru leyti voru það Bændasamtökin í samvinnu við kokkana á Hótel Sögu sem sáu um framkvæmdina.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum