Vertu memm

Keppni

Kjötmeistari Íslands er Oddur Árnason

Birting:

þann

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 2018

Verðlaunaafhending í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna fór fram í dag á Hótel Natura. Við verðlaunafhendinguna var mikið magn af verðlaunavörum til sýnis. Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar sá um að aðstoða við verðlaunaafhendingu.

Sjá einnig hér: Myndir frá verðlaunaafhendingunni

Búgreinafélögin hafa í gegnum tíðina verið MFK bestu samstarfsaðilar í þessari keppni og hafa komið að keppninni hvert með sínu lagi.

Verðlaunaafhending fagkeppni 2018 Meistarafélags kjötiðnaðarmanna á Hótel Natura

Kjötmeistari Íslands Oddur Árnason tekur hér við verðlaunum frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd: Björk Guðbrandsdóttir / bjorkfotos.com

Það var síðan Oddur Árnason kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands sem fékk flest stig samanlagt og hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2018.

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 2018

Keppnisfyrirkomulag

Keppnisfyrirkomulag var þannig að kjötiðnaðarmenn sendu inn vörur með nafnleynd til dómarahóps sem dæmdi vörurnar eftir faglegum gæðum dagana 8. og 9. mars s.l. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og þar gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða og smakka innsendar vörur.  Hver keppandi mátti senda inn allt að 10 vörur til keppninnar.

Verðlaunaafhending fagkeppni 2018 Meistarafélags kjötiðnaðarmanna á Hótel Natura

Keppendur.
Mynd: Björk Guðbrandsdóttir / bjorkfotos.com

Allar vörur byruðu með fullt hús stiga eða 50 stig. Dómarar leituðu síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem fannst, fækkaði stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur fengið gull, silfur eða brons verðlaun.

  • Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að fá 49 til 50 stig og vera nánast gallalaus.
  • Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að fá 46 til 48 stig og má aðeins vera með lítilsháttar galla.
  • Til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að fá 42 til 45 stig.

Vörur í keppninni voru 125 og fengu 105 vara verðlaun, þar af fengu 54% innsendra vara gullverðlaun, 21% fengu silfurverðlaun og 9% fengu bronsverðlaun.

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 2018

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 2018

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 2018


Aðsendar myndir:

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

og Björk Guðbrandsdóttir / bjorkfotos.com

Myndir frá verðlaunafhendingunni hér.

Myndir frá keppninni eru væntanlegar í hús.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið