Keppni
Kjötmeistari Íslands er Oddur Árnason
Verðlaunaafhending í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna fór fram í dag á Hótel Natura. Við verðlaunafhendinguna var mikið magn af verðlaunavörum til sýnis. Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar sá um að aðstoða við verðlaunaafhendingu.
Sjá einnig hér: Myndir frá verðlaunaafhendingunni
Búgreinafélögin hafa í gegnum tíðina verið MFK bestu samstarfsaðilar í þessari keppni og hafa komið að keppninni hvert með sínu lagi.
Það var síðan Oddur Árnason kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands sem fékk flest stig samanlagt og hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2018.
Keppnisfyrirkomulag
Keppnisfyrirkomulag var þannig að kjötiðnaðarmenn sendu inn vörur með nafnleynd til dómarahóps sem dæmdi vörurnar eftir faglegum gæðum dagana 8. og 9. mars s.l. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og þar gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða og smakka innsendar vörur. Hver keppandi mátti senda inn allt að 10 vörur til keppninnar.
Allar vörur byruðu með fullt hús stiga eða 50 stig. Dómarar leituðu síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem fannst, fækkaði stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur fengið gull, silfur eða brons verðlaun.
- Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að fá 49 til 50 stig og vera nánast gallalaus.
- Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að fá 46 til 48 stig og má aðeins vera með lítilsháttar galla.
- Til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að fá 42 til 45 stig.
Vörur í keppninni voru 125 og fengu 105 vara verðlaun, þar af fengu 54% innsendra vara gullverðlaun, 21% fengu silfurverðlaun og 9% fengu bronsverðlaun.
Aðsendar myndir:
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna
og Björk Guðbrandsdóttir / bjorkfotos.com
Myndir frá verðlaunafhendingunni hér.
Myndir frá keppninni eru væntanlegar í hús.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nemendur & nemakeppni7 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF