Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kjötkompaní opnar nýja búð út á Granda – Sigurður Bjarkason framreiðslumaður í nýtt ævintýri

Birting:

þann

Kjötkompaní - Út á Granda

Kjötkompaní opnaði nýja búð út á Granda í gær og er hún glæsileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Stútfull búð af girnilegum vörum nautasteikur, lambakjötsréttir, Nautalund Wellington fyrir jólin, kartöfluréttir, fjölmargir smáréttir, súpur og forréttir að auki eftirréttir.  Sælkerakokkar í Reykjavík ættu að gleðjast yfir nýju búðinni út á Granda en Kjötkompaní hefur einungis verið í Hafnarfirði fram að þessu.  Verslunin er staðsett þar sem Matarbúrið var áður til húsa sem bauð upp á allar vörur sem framleiddar eru á býlinu Hálsi í Kjós, en þau Þórarinn Jónsson og Lisa Boije frá Hálsi í Kjós opnuðu Matarbúrið á Grandagarði í ágúst 2015 og lokuðu versluninni 21. október s.l.

Kjötkompaní ehf. var stofnað í september árið 2009, við Dalshraun 13 í Hafnarfirði. Eigandi Kjötkompaní er Jón Örn Stefánsson matreiðslumaður. Leitast er við að vera með allra ferskasta hráefni sem í boði er hverju sinni.

Sigurður Bjarkason - Kjötkompaní

„Ný ævintýri“ skrifar Sigurður við þessa mynd sem hann birtir á facebook.
Sigurður Bjarkason er framreiðslumaður að mennt, en hann hefur hafið störf hjá Kjötkompaníinu í Hafnarfirði. Sigurður starfaði áður sem sölustjóri hjá Mekka Wine Spirit.
Mynd: úr einkasafni Sigurðar og birt hér með góðfúslegu leyfi hans.

Hjá Kjötkompaní starfa fagmenn bakvið borðið þar sem sérstök áhersla er lögð á gæði og vönduð vinnubrögð. Kjötkompaní er vel tengt framleiðendum og í mörugum tilvikum er verið að versla beint frá bónda. Í vöruúrvali Kjötkompaní er leitast við að uppfylla heildarlausnir í matarinnkaupum viðskiptavinarins.

Myndir: facebook / Kjötkompaní

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið