Vertu memm

Frétt

Kjarnafæði og Norðlenska hefja viðræður um samruna

Birting:

þann

Kjöt - Ferskt

Tvö af stærstu matvæla­fram­leiðslu­fyrirtækjum á Norðurlandi, Norð­lenska og Kjarnafæði hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félag­anna. Viðræður eru með fyrirvara um gerð áreiðan­leika­k­annana, samþykki Sam­keppnis­­eftirlits og samþykki hluthafafundar Bú­sældar, eigenda Norðlenska.

Betur í stakk búin sameinuð

Eigendur félaganna tveggja, Kjarnafæðis og Norðlenska, meta stöðuna á þann veg að sameinað félag sé betur í stakk búið að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, gæðaþjónustu á góðu verði. Verði af fyrirhuguðum samruna verður til öflugt félag í íslenskri matvælaframleiðslu sem að baki sér hafi sterk og vel þekkt vörumerki. Um 320 ársverk eru unnin hjá félögunum tveimur, m.a. á Akureyri, Svalbarðseyri, Húsavík og Höfn í Hornafirði.

Um 190 starfsmenn hjá Norð­lenska og um 130 hjá Kjarnafæði

Norðlenska varð til alda­móta­­árið 2000 með samruna Kjö­tiðnaðar­stöðvar KEA og Kjötiðunnar Húsavík og bætti við sig ári síðar þremur kjötvinnslum Goða. Eigandi Norðlenska er Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, en að baki Búsældar standa um 500 bændur á þessum svæðum. Um 190 ársverk eru unnin hjá félaginu. Stórgripasláturhús og kjötvinnsla er á Akureyri, á Húsavík fer fram sauðfjárslátrun og kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir og þá er rekið sláturhús á Höfn í Hornafirði auk þess sem söluskrifstofa er starfrækt í Reykjavík.

Hjá Kjarnafæði starfa um 130 manns og eru höfuðstöðvar þess á Svalbarðseyri þar sem starfsemi þess fer að mestu fram. Til viðbótar á Kjarnafæði SAH-Afurðir á Blönduósi, tók við rekstri þess árið 2016, en hann hafði þá verið fyrri eigendum sínum þungur í skauti um árabil. Kjarnafæði hafði frá árinu 2005 átt liðlega þriðjungshlut í SAH-Afurðum á Blönduósi. Kjarnafæði á einnig 34% hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga þar sem rekið er sauðfjársláturhús.

Að því er fram kemur í Blændablaðinu sem fjallar nánar um samruna félag­anna  hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið