Frétt
Kjarnafæði og Norðlenska hefja viðræður um samruna
Tvö af stærstu matvælaframleiðslufyrirtækjum á Norðurlandi, Norðlenska og Kjarnafæði hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félaganna. Viðræður eru með fyrirvara um gerð áreiðanleikakannana, samþykki Samkeppniseftirlits og samþykki hluthafafundar Búsældar, eigenda Norðlenska.
Betur í stakk búin sameinuð
Eigendur félaganna tveggja, Kjarnafæðis og Norðlenska, meta stöðuna á þann veg að sameinað félag sé betur í stakk búið að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, gæðaþjónustu á góðu verði. Verði af fyrirhuguðum samruna verður til öflugt félag í íslenskri matvælaframleiðslu sem að baki sér hafi sterk og vel þekkt vörumerki. Um 320 ársverk eru unnin hjá félögunum tveimur, m.a. á Akureyri, Svalbarðseyri, Húsavík og Höfn í Hornafirði.
Um 190 starfsmenn hjá Norðlenska og um 130 hjá Kjarnafæði
Norðlenska varð til aldamótaárið 2000 með samruna Kjötiðnaðarstöðvar KEA og Kjötiðunnar Húsavík og bætti við sig ári síðar þremur kjötvinnslum Goða. Eigandi Norðlenska er Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, en að baki Búsældar standa um 500 bændur á þessum svæðum. Um 190 ársverk eru unnin hjá félaginu. Stórgripasláturhús og kjötvinnsla er á Akureyri, á Húsavík fer fram sauðfjárslátrun og kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir og þá er rekið sláturhús á Höfn í Hornafirði auk þess sem söluskrifstofa er starfrækt í Reykjavík.
Hjá Kjarnafæði starfa um 130 manns og eru höfuðstöðvar þess á Svalbarðseyri þar sem starfsemi þess fer að mestu fram. Til viðbótar á Kjarnafæði SAH-Afurðir á Blönduósi, tók við rekstri þess árið 2016, en hann hafði þá verið fyrri eigendum sínum þungur í skauti um árabil. Kjarnafæði hafði frá árinu 2005 átt liðlega þriðjungshlut í SAH-Afurðum á Blönduósi. Kjarnafæði á einnig 34% hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga þar sem rekið er sauðfjársláturhús.
Að því er fram kemur í Blændablaðinu sem fjallar nánar um samruna félaganna
hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Uppskriftir5 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Frétt21 klukkustund síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi






