Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kjallarinn hélt veglegt sumarpartí

Eigendur.
F.v. Sigrún Guðmundsdóttir, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Tómas Kristjánsson og Níels Hafsteinsson
Kjallarinn hélt veglegt sumarpartí þann 28. maí sl. í tilefni opnunar. Fjóreykið sem að kjallaranum stendur, er það sama og rekur Steikhúsið við Tryggvagötu; hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir ásamt þeim Níels Hafsteinssyni og matreiðslumeistaranum Eyjólfi Gesti Ingólfssyni.
Kjallarinn er í kjallara Geysishússins, þar sem Sjávarkjallarinn var á sínum tíma. Á fimmta hundruð gesta gæddi sér á kræsingunum og mátti sjá bregða fyrir helstu kanónum ferðageirans, nokkra reynslubolta úr veitingabransanum ásamt helstu vonarstjörnunum úr heimi íþrótta, lista og stjórnmála, sem sagt fjölbreytt blanda, líkt og má segja um veitingarnar.
Kjallarinn býður upp á spennandi kræsingar sem ýmist koma úr kolaofni eða af franskri plötu og hráefnið jafnt af fjöllum sem úr hafi.
Allnokkur pörun átti sér stað milli matreiðslumeistara og barþjóna Kjallarans og er þá átt við samstarf eldhúss og bars en í Kjallaranum er boðið upp á kokteilparanir með mat. Vinsældir kokteila hafa aukist til muna undanfarið, svo mjög að Barþjónafélag Íslands startaði árlegri kokteilahelgi í byrjun árs.
Nánari upplýsingar um Kjallarann má finna á vefsíðu hans, kjallarinn.is
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





































