Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kjallarinn hélt veglegt sumarpartí
Kjallarinn hélt veglegt sumarpartí þann 28. maí sl. í tilefni opnunar. Fjóreykið sem að kjallaranum stendur, er það sama og rekur Steikhúsið við Tryggvagötu; hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir ásamt þeim Níels Hafsteinssyni og matreiðslumeistaranum Eyjólfi Gesti Ingólfssyni.
Kjallarinn er í kjallara Geysishússins, þar sem Sjávarkjallarinn var á sínum tíma. Á fimmta hundruð gesta gæddi sér á kræsingunum og mátti sjá bregða fyrir helstu kanónum ferðageirans, nokkra reynslubolta úr veitingabransanum ásamt helstu vonarstjörnunum úr heimi íþrótta, lista og stjórnmála, sem sagt fjölbreytt blanda, líkt og má segja um veitingarnar.
Kjallarinn býður upp á spennandi kræsingar sem ýmist koma úr kolaofni eða af franskri plötu og hráefnið jafnt af fjöllum sem úr hafi.
Allnokkur pörun átti sér stað milli matreiðslumeistara og barþjóna Kjallarans og er þá átt við samstarf eldhúss og bars en í Kjallaranum er boðið upp á kokteilparanir með mat. Vinsældir kokteila hafa aukist til muna undanfarið, svo mjög að Barþjónafélag Íslands startaði árlegri kokteilahelgi í byrjun árs.
Nánari upplýsingar um Kjallarann má finna á vefsíðu hans, kjallarinn.is
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin