Smári Valtýr Sæbjörnsson
KEX Brewing brugga með tveimur heimþekktum brugghúsum
Brugghús KEX Hostel, KEX Brewing, hélt í bruggferð vestur um haf í lok síðustu viku til þess að brugga með Other Half Brewing og Collective Arts. Þessi tvö brugghús þykja með þeim merkari Vestanhafs og sannur heiður að starf með þessum heimsklassa brugghúsum.
Other Half Brewing er brugghús í Brooklyn í New York. Other Half er eitt hæst skrifaða brugghús heims undanfarin tvö til þrjú ár og eru þeir þekktir fyrir sinn afgerandi stíl sem einkennast af mikið af humlum. Einu sinni í viku standa Other Half fyrir sölu á bjórum sínum út um hurðina á brugghúsinu sínu og þekkist að fólk standi í allt að 20 klukkustundir í röð til þess að fá nýja bjóra frá þeim.
„Samstarf KEX Brewing og Other Half varð til fyrir tilstuðlan vinskaps sem kviknaði á hinni árlegu bjórhátíð sem haldin er á KEX Hostel ár hvert. Þeir voru á síðustu bjórhátíð ásamt fjölda annarra. Í bjórinn notum við íslensk hrútaber og bandarísk hindber og verður gaman að sjá þetta blandast saman,“
segir Hinrik Carl Ellertsson frá KEX Brewing um bjórinn.
Eftir stutt stopp í Brooklyn í New York var haldið til Toronto í Kanada þar sem KEX Brewing brugga með Collective Arts Brewing. Þetta er í annað skiptið sem KEX Brewing brugga þar og í þetta skiptið til þess að brugga imperial stout með íslensku salti og kakónibbum. Hluti af bjórnum verður fáanlegur á bjórhátíðinni á KEX og annar mun þroskast á tunnum þar ytra í ár. Collective Arts er þekkt fyrir virkja samfélagið í kringum sig þar sem myndlist og tónlist blandast á skemmtilegan hátt inn í vörulínu þeirra.
Hægt er að versla miða á bjórhátíðina hér.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt21 klukkustund síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði