Vertu memm

Keppni

Keppt um besta saltsfiskréttinn á Íslandsdegi á Spáni

Birting:

þann

Kokkakeppnin -  Bacalao de Islandia - Saltfiskur

Af 11 keppendum voru 8 konur, sem verður að teljast mjög gott hlutfall í starfstétt sem hefur löngum verið frekar karllæg á þessum slóðum

Þann 3. mars sl. fór fram glæsilegur viðburður á vegum markaðsverkefnisins Bacalao de Islandia þegar færasti ungi matreiðslunemi Spánar var valinn – það er í því að elda íslenskan saltfisk. Þetta hágæða hráefni hefur löngum verið í miklum metum á Spáni og eru margar klassískar uppskriftir byggaðar á honum.  

Keppnin ber heitið Consurso de Escuelas Culinarias Bacalao de Islandia eða CECBI og er byggð upp ekki ólíkt Masterchef sjónvarpskeppnunum sem margir kannast við. Þetta er í annað skipti sem slík landskeppni er haldin á Spáni og hefur viðburðurinn svo sannarlega fest sig í sessi.

Kokkakeppnin -  Bacalao de Islandia - Saltfiskur

Kokkakeppnin -  Bacalao de Islandia - Saltfiskur

Lokakeppnin fór fram í miðborg Madridar en þar öttu kappi samtals 11 skólar frá öllum hornum Spánar. Undankeppnir voru haldnar í hverjum skóla fyrir sig og hver fulltrúi hafði kennara úr sínum skóla sér til hands og trausts.  

Michelin kokkurinn Diego Guerrero á DSTAgE er andlit þessarar keppni á Spáni og tók þátt í því að kynna verkefnið og að vinna með nemendum. Þar fyrir utan átti hann sæti í dómnefnd ásamt Juliu Lozano, blaðamanni hjá El País og Gastroactitud, þar sem keppnin hlaut góða umfjöllun, og Kristni Björnssyni frá Íslandsstofu. 

Kokkakeppnin - Bacalao de Islandia - Saltfiskur

Fagmennska og metnaður hinna ungu og upprennandi matreiðslumeistara einkenndi daginn. Af 11 keppendum voru 8 konur, sem verður að teljast mjög gott hlutfall í starfstétt sem hefur löngum verið frekar karllæg á þessum slóðum.

Sigurvegari var Alba González

Sigurvegari var Alba González, en hún kemur úr La Cónsula skólanum á Suður Spáni. Rétturinn hennar byggðist á andalúsískum hefðum og þótti vera einstaklega vel heppnaður bæði hvað varðar hugmynd, framsetningu og bragð. Alba hlýtur í vinning ferð til Íslands þar sem allt er innifalið, ásamt kennara sínum. 

Kokkakeppnin - Bacalao de Islandia - Saltfiskur

Viðburðurinn er hugsaður til að ná til þess mikilvæga markhóps sem ungir matreiðslumenn eru, því þau munu í framtíðinni reka veitingastaði og mötuneyti landsins. Markmiðið er að gefa þeim tækifæri til þess að kynnast þessari frábæru vöru og upprunalandi hennar með leiðsögn virtra kokka frá heimalandinu. Þetta unga matreiðlufólk mun án efa muna lengi eftir Íslandsdeginum þegar þau kepptu á stóra sviðinu í Madrid.  

Myndir: islandsstofa.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið