Vertu memm

Bocuse d´Or

Keppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Ísland keppir 16. mars í Marseille

Birting:

þann

Keppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Ísland keppir 16. mars í Marseille

Skipulag keppnisdaga og keppnisröð hefur nú verið staðfest fyrir evrópska undankeppni Bocuse d’Or Europe sem fram fer í Marseille dagana 15. og 16. mars 2026.

Alls keppa tuttugu þjóðir í undankeppninni, skipt niður á tvo keppnisdaga. Keppnisröðin er nákvæmlega tímasett og hafa liðin hvert sitt keppnisslot þar sem þau takast á við skylduverkefni keppninnar, bæði á disk og fat.

Alls komast 10 þjóðir áfram úr evrópsku undankeppninni í Bocuse d’Or Europe í Marseille í aðalkeppnina Bocuse d’Or sem fer fram í Lyon árið 2027.

Evrópa er þannig stærsta svæðið hvað varðar sætafjölda í úrslitunum. Samtals taka 24 þjóðir þátt í úrslitunum í Lyon, þar af tíu frá Evrópu.

Ísland keppir seinni daginn, sunnudaginn 16. mars, og fer í annað sæti keppnisdagsins. Ísland hefst handa klukkan 8:45 að morgni og lýkur keppni klukkan 15:00 síðdegis, samkvæmt opinberri dagskrá. Íslenska liðið keppir þar á eftir Danmörku og á undan Litháen, í keppnisdegi sem einnig inniheldur meðal annars Spán, Sviss, Ítalíu og Bretland.

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Bocuse d’Or kandídat Íslands

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Bocuse d’Or kandídat Íslands.
Mynd: facebook / Bocuse d´or Iceland Team Snædís Xyza

Það er Snædís Xyza Mae Jónsdóttir sem leiðir íslenska liðið sem kandídat Íslands í keppninni. Fyrir Snædísi og teymi hennar er þetta afar mikilvægur áfangi, þar sem frammistaða í Marseille ræður úrslitum um sæti í sjálfri Bocuse d’Or keppninni 2027.

Keppnisdagarnir eru byggðir upp með strangri tímastýringu. Fyrst hefst keppnin með undirbúningi, þar á eftir kemur diskurinn sem byggir á sérstöku Miðjarðarhafsþema, áður en lokaverkið, fatið, er sent til dómnefndar. Keppnisdagur hvers liðs spannar rúmlega sex klukkustundir þar sem hvert smáatriði skiptir máli.

Myndir: Bocusedor.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið