Vertu memm

Keppni

Keppni er hafin hjá Kokkalandsliðinu í lúxemborg

Birting:

þann

Meðlimir í Kokkalandsliðinu sem keppa í heitu réttunum í dag: F.v. Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.

Meðlimir í Kokkalandsliðinu sem keppa í heitu réttunum í dag: F.v. Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.

Kokkalandsliðið hefur hafið keppni í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg. Undirbúningur og æfingar hafa staðið yfir síðustu 18 mánuði. Í dag er keppt í heitum réttum og hefur sex manna hópur úr Kokkalandsliðinu 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. Alþjóðlegt lið dómara dæmir í keppninni þar sem meðal annars er tekið mið af bragði, útliti, samsetningu, hráefnisvali og fagmennsku við undirbúning og matargerð.

Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina sem var sérstaklega flutt á keppnisstað.

Kokkalandsliðið í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg 2014

Kokkalandsliðið í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg 2014

Á matseðli liðsins eru þessi réttir:

Forréttur:
Hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar, framreiddur með epla- og jarðskokkasalati, agúrku, kínóa, skelfisksósu og dill-sinneps vinaigrette.

Aðalréttur:
Grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og – tungu. Framreidd með seljurót, kartöflu- og sveppakrókettu, gljáðum gulrótum og perlulauk, rósakáli, baunum ásamt blóðbergs-lambasósu með sveppum.

Eftirréttur:
Jarðarberja- og jógúrtmús með dökkum súkkulaðitoppi ásamt skyr-ís, möndlu-karamelluköku, þeyttum sýrðum rjóma, jarðarberjum og jarðaberjasósu.

Kokkalandsliðið í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg 2014

Á keppnisstað eru nokkur fullbúin eldhús fyrir landsliðin þar sem keppt er á hverjum degi í fimm daga. Keppt er um gull, silfur og brons verðlaun. Landsliðin frá Sviss, Hollandi, Ítalíu, Kýpur og Suður-Kóreu keppa í dag á sama tíma og íslenska landsliðið. Alls eru landslið frá 56 löndum sem keppa í nokkrum keppnum. Búist er við hátt í 45.000 gestum í keppnishöllina meðan á keppninni stendur. Gestir hafa möguleika á að sjá inn í eldhús landsliðanna og fylgjast með kokkunum að störfum.

Kokkalandsliðið í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg 2014

Í Kokkalandsliðinu eru:
Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson VOX, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Ylfa Helgadóttir Kopar, Hafsteinn Ólafsson Apótekið, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Garðar Kári Garðarsson Strikið, Daníel Cochran Kolabrautin, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar og María Shramko sykurskreytingarmeistari.

 

Hægt er að fylgjast með Kokkalandsliðinu á vefsíðu liðsins www.kokkalandslidid.is og samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram, og Twitter.

 

Ljósmyndir: Sveinbjörn Úlfarsson

/Margrét Sigurðardóttir

twitter og instagram icon

 

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið