Keppni
Keppa um besta Kokteilbar Stykkishólms um helgina
Í dag hófst „Cocktail Weekend“ í Stykkishólmi sem stendur yfir í tvo daga, þ.e. 20. – 21. júlí. Þátttakendur eru allir helstu veitingastaðir og barir bæjarins sem keppa um titilinn Kokteilbar Stykkishólms 2018.

Kokteilbar Stykkishólms 2017
F.v. Ívar Sindri Karvelsson (skipuleggjandi), Þorbergur Helgi Sæþórsson (Narfeyrarstofa) Kristinn Guðmundsson (Narfeyrarstofa), Margrét Björnsdóttir (Narfeyrarstofa), Benedikt Óskarsson (dómari), Jón Viðar Pálsson (skipuleggjandi)
Í fyrra var það Narfeyrarstofa sem sigraði keppnina með drykkinn Frú Möller og hlaut þar með nafnbótina: Kokteilbar Stykkishólms 2017.
Sjá einnig: Narfeyrarstofa sigraði kokteilkeppnina í Stykkishólmi með drykkinn Frú Möller
Þátttakendur í ár eru:
- Harbour Hostel
- Hótel Egilsen
- Fosshótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
Staðirnir munu galdra fram dýrlega drykki sem verða á boðstólnum á góðu verði fyrir hátíðargesti. Vel valin dómnefnd mun einnig fara á milli staða og úrskurða sigurvegara helgarinnar á laugardagskvöldinu.
Mynd: facebook / Stykkishólmur Cocktail Weekend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri






