Keppni
Keppa um besta Kokteilbar Stykkishólms um helgina
Í dag hófst „Cocktail Weekend“ í Stykkishólmi sem stendur yfir í tvo daga, þ.e. 20. – 21. júlí. Þátttakendur eru allir helstu veitingastaðir og barir bæjarins sem keppa um titilinn Kokteilbar Stykkishólms 2018.

Kokteilbar Stykkishólms 2017
F.v. Ívar Sindri Karvelsson (skipuleggjandi), Þorbergur Helgi Sæþórsson (Narfeyrarstofa) Kristinn Guðmundsson (Narfeyrarstofa), Margrét Björnsdóttir (Narfeyrarstofa), Benedikt Óskarsson (dómari), Jón Viðar Pálsson (skipuleggjandi)
Í fyrra var það Narfeyrarstofa sem sigraði keppnina með drykkinn Frú Möller og hlaut þar með nafnbótina: Kokteilbar Stykkishólms 2017.
Sjá einnig: Narfeyrarstofa sigraði kokteilkeppnina í Stykkishólmi með drykkinn Frú Möller
Þátttakendur í ár eru:
- Harbour Hostel
- Hótel Egilsen
- Fosshótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
Staðirnir munu galdra fram dýrlega drykki sem verða á boðstólnum á góðu verði fyrir hátíðargesti. Vel valin dómnefnd mun einnig fara á milli staða og úrskurða sigurvegara helgarinnar á laugardagskvöldinu.
Mynd: facebook / Stykkishólmur Cocktail Weekend

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun