Keppni
Keppa um besta Kokteilbar Stykkishólms um helgina
Í dag hófst „Cocktail Weekend“ í Stykkishólmi sem stendur yfir í tvo daga, þ.e. 20. – 21. júlí. Þátttakendur eru allir helstu veitingastaðir og barir bæjarins sem keppa um titilinn Kokteilbar Stykkishólms 2018.

Kokteilbar Stykkishólms 2017
F.v. Ívar Sindri Karvelsson (skipuleggjandi), Þorbergur Helgi Sæþórsson (Narfeyrarstofa) Kristinn Guðmundsson (Narfeyrarstofa), Margrét Björnsdóttir (Narfeyrarstofa), Benedikt Óskarsson (dómari), Jón Viðar Pálsson (skipuleggjandi)
Í fyrra var það Narfeyrarstofa sem sigraði keppnina með drykkinn Frú Möller og hlaut þar með nafnbótina: Kokteilbar Stykkishólms 2017.
Sjá einnig: Narfeyrarstofa sigraði kokteilkeppnina í Stykkishólmi með drykkinn Frú Möller
Þátttakendur í ár eru:
- Harbour Hostel
- Hótel Egilsen
- Fosshótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
Staðirnir munu galdra fram dýrlega drykki sem verða á boðstólnum á góðu verði fyrir hátíðargesti. Vel valin dómnefnd mun einnig fara á milli staða og úrskurða sigurvegara helgarinnar á laugardagskvöldinu.
Mynd: facebook / Stykkishólmur Cocktail Weekend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






