Freisting
Kennitöluflakkarar – hvar er eftirlitið ?
Það er merkilegt hversu auðvelt er að ná sér í kennitölu og yfirtaka rekstur fyrirtækja sem eru í fullri starfsemi. Að skilja skuldir eftir en hirða viðskiptavildina, peningakassann, bankabókina, tæki, tól, viðskiptavinina og starfsfólkið. En sennilega eru skuldir til opinberra sjóða, lífyerissjóða, stéttarfélaga og banka skilin eftir og fara með gömlu kennitölunni í þrot, þegar einhver af þeim sem eiga inni hjá fyrirtækinu hafa farið í árangurslaust fjárnám og að lokum lýsa fyrirtækið gjaldþrota.
Eigendur nýju kennitölunnar, sem eru reyndar líka iðulega eigendur þeirrar gömlu sem er að fara í þrot, finna jafnvel einhverja gamla reikninga sem þeir reyna að koma inn í þortabúið; svo þeir tapi nú örugglega engu, finnist einhvers staðar molar eða ógreiddir útistandandi reikningar sem þeir hafa gleymt að hirða. Sumir eru svo bíræfnir að senda líka inn launakröfur fyrir sig og sína nánustu inn til ábyrgðarsjóðs launa.
Þegar við hjá MATVÍS förum í að innehimta vangoldin laun hjá fyrirtækjum skipta þau einfaldlega um kennitölu áður en innheimtuferlið fer í gang. Eins og áður segir þá fer einhver af þeim aðilum sem inni hjá þessum fyrirækjum fram á gjaldþrot og ríkisábyrgð borgar það sem ábyrgðarsjóður launa ábyrgist án þess að fara frekar ofan í hvernig aðilaskipti viðkomandi fyrirtækis voru framkvæmd.
Skiptaráðendur sem taka að sér þroftabúin rifta mjög sjaldan kennitöluskiptum og láta þá sem eiga inni bera skaðann umfram það sem fæst upp í kröfur og ríkisábyrgð bætir ekki.
Mér er skapi næst að setja upp lista yfir þau fyrirtæki sem eru í þessum endalausa feluleik en vandinn er sá að það verður allt of persónulegt. Þegar við erum að innheimta hjá sama aðila, fjórum til fimm sinnum á tveim til tveim og hálfu ári undir fimm mismunandi kennitölum, þá er óhjákvæmilegt að spyrja sig – hvar er eftirlitið ?
Hvernig má það vera að löggjafinn sé með svona götótt lög ?
Hvað má bæta í velferðakerfinu, án þess að skattar verði hækkaðir, verði svona augljós þjófnaður stöðvaður ?
Þessi endalausi þjófnaður er öðrum heiðviðrum fyrirtækjum til vansa og því ætti það að vera í allra þágu að uppræta þennan fjanda.
Þennann pistil skrifaði Níels S. Olgeirsson, formaður MATVÍs, en pistillinn er hægt að lesa í 4 tbl. MATVÍS 13. árg. 2008, þ.e. nýjasta fréttablað MATVÍS
Mynd: Matvis.is | [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s