Starfsmannavelta
Kaupir allan rekstur McDonalds í Rússlandi
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur fundið kaupanda að rekstri fyrirtækisins í Rússlandi. Eftir að innrásin í Úkraínu hófst ákvað keðjan að loka öllum veitingastöðum sínum í landinu. Keðjan skiptir um nafn eftir kaupin.
Kaupandinn er Alexander Govor, sem rak 25 McDonalds-staði í Síberíu. Hann kaupir allan rekstur, endurræður starfsfólkið en þarf að skipta um nafn á veitingastöðunum að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, sem að ruv.is vekur athygli á.
McDonalds hefur verið með rekstur í Rússlandi í yfir þrjátíu ár en tilkynnti um lokun allra staðanna 850 í mars. Þar með fetaði fyrirtækið í fótspor fjölmargra alþjóðlegra fyrirtækja en forsvarsmenn þess segja það tapa um milljarði bandaríkjadala vegna ákvörðunarinnar, að því er fram kemur á ruv.is sem fjallar nánar um söluna hér.
Hvað segja Rússar um að McDonalds sé að yfirgefa Rússland?
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum