Starfsmannavelta
Kaupir allan rekstur McDonalds í Rússlandi
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur fundið kaupanda að rekstri fyrirtækisins í Rússlandi. Eftir að innrásin í Úkraínu hófst ákvað keðjan að loka öllum veitingastöðum sínum í landinu. Keðjan skiptir um nafn eftir kaupin.
Kaupandinn er Alexander Govor, sem rak 25 McDonalds-staði í Síberíu. Hann kaupir allan rekstur, endurræður starfsfólkið en þarf að skipta um nafn á veitingastöðunum að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, sem að ruv.is vekur athygli á.
McDonalds hefur verið með rekstur í Rússlandi í yfir þrjátíu ár en tilkynnti um lokun allra staðanna 850 í mars. Þar með fetaði fyrirtækið í fótspor fjölmargra alþjóðlegra fyrirtækja en forsvarsmenn þess segja það tapa um milljarði bandaríkjadala vegna ákvörðunarinnar, að því er fram kemur á ruv.is sem fjallar nánar um söluna hér.
Hvað segja Rússar um að McDonalds sé að yfirgefa Rússland?
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi