Vertu memm

Starfsmannavelta

Kaupir allan rekstur McDonalds í Rússlandi

Birting:

þann

McDonalds

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur fundið kaupanda að rekstri fyrirtækisins í Rússlandi. Eftir að innrásin í Úkraínu hófst ákvað keðjan að loka öllum veitingastöðum sínum í landinu. Keðjan skiptir um nafn eftir kaupin.

Kaupandinn er Alexander Govor, sem rak 25 McDonalds-staði í Síberíu. Hann kaupir allan rekstur, endurræður starfsfólkið en þarf að skipta um nafn á veitingastöðunum að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, sem að ruv.is vekur athygli á.

McDonalds hefur verið með rekstur í Rússlandi í yfir þrjátíu ár en tilkynnti um lokun allra staðanna 850 í mars. Þar með fetaði fyrirtækið í fótspor fjölmargra alþjóðlegra fyrirtækja en forsvarsmenn þess segja það tapa um milljarði bandaríkjadala vegna ákvörðunarinnar, að því er fram kemur á ruv.is sem fjallar nánar um söluna hér.

Hvað segja Rússar um að McDonalds sé að yfirgefa Rússland?

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið