Vertu memm

Markaðurinn

Kastrup leitar að Yfirkokki og Vaktstjóra í sal

Birting:

þann

Kastrup leitar að Yfirkokki og Vaktstjóra í sal

Vaktstjóri í sal

Fullt starf

Kastrup leitar að öflugum vaktstjóra til að stýra þjónustuteymi í sal. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á framúrskarandi þjónustu, fagleg vinnubrögð og metnað fyrir því að skapa gestum okkar einstaka upplifun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg vaktstjórn í sal og bar
  • Samhæfing og fagleg stjórnun þjónustu
  • Þjálfun og leiðsögn starfsfólks
  • Mönnun vakta og skipulag afleysinga
  • Þjónusta og samskipti við gesti
  • Lausn úr málum sem kunna að koma upp
  • Miðlun upplýsinga til starfsfólks og milli vakta

Hæfniskröfur

  • Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
  • Leiðtogahæfni, skipulagshæfni og frumkvæði
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Gott vald á ensku er skilyrði; önnur tungumál kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Þekking á öryggis- og gæðakerfum (HACCP) er kostur

Yfirkokkur

Fullt starf

Kastrup býður upp á skapandi skandinavíska matargerð í nútímalegu umhverfi. Við leitum að yfirkokki sem hefur brennandi áhuga á faginu og vill leiða metnaðarfullt eldhústeimi okkar. Starfið felur í sér áframhaldandi þróun matseðils, nýtingu gæða hráefna úr nærumhverfi og skapandi nálgun að veitingalist.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg stjórnun eldhúss og starfsfólks
  • Þróun og útfærsla matseðils í samstarfi við rekstrarteymi
  • Þjálfun, leiðsögn og mönnun eldhússtarfsfólks
  • Verkefna- og ferlastýring í daglegum rekstri
  • Umsjón með gæðum, hreinlæti, öryggi og hagkvæmni í rekstri

Hæfniskröfur

  • Sveinspróf í matreiðslu er skilyrði
  • Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
  • Skapandi hugsun og áhugi á þróun og nýjungum í matargerð
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
  • Þekking á HACCP og öryggismálum er kostur

Staðsetning: Kastrup, Hverfisgata 6, 101 Reykjavík

Umsóknir sendist á: [email protected]

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið