Uppskriftir
Kartöflu-Tómatsúpa með rifnum osti
Þessi súpa er kraftmikil og góð súpa t.d. í hádeginu með góðu brauði.
Hráefni:
1 msk smjör
1 msk ólífuolía
200 gr saxaður smálaukur
500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í smáteninga
500 ml grænmetissoð
400 gr fínhakkaðir tómatar úr dós
70 gr tómatmauk
gróft salt
6 dropar tabasco sósa
150 gr rifinn ostur
Aðferð:
Svitið laukinn í ólíunni og smjörinu. Bætið öllu öðru saman við, nema osti og látið sjóða rólega í 20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar. Saltið ef þurfa þykir. Hellið í 4 skálar og stráið osti yfir. Skreytið með coriander-laufum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






