Uppskriftir
Kartöflu-Tómatsúpa með rifnum osti
Þessi súpa er kraftmikil og góð súpa t.d. í hádeginu með góðu brauði.
Hráefni:
1 msk smjör
1 msk ólífuolía
200 gr saxaður smálaukur
500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í smáteninga
500 ml grænmetissoð
400 gr fínhakkaðir tómatar úr dós
70 gr tómatmauk
gróft salt
6 dropar tabasco sósa
150 gr rifinn ostur
Aðferð:
Svitið laukinn í ólíunni og smjörinu. Bætið öllu öðru saman við, nema osti og látið sjóða rólega í 20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar. Saltið ef þurfa þykir. Hellið í 4 skálar og stráið osti yfir. Skreytið með coriander-laufum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars