Vertu memm

Uppskriftir

Kartöflu-Tómatsúpa með rifnum osti

Birting:

þann

Tómatsúpa

Hægt er að nota grófsaxaða tómata í staðinn fyrir fínhakkaðir

Þessi súpa er kraftmikil og góð súpa t.d. í hádeginu með góðu brauði.

Hráefni:
1 msk smjör
1 msk ólífuolía
200 gr saxaður smálaukur
500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í smáteninga
500 ml grænmetissoð
400 gr fínhakkaðir tómatar úr dós
70 gr tómatmauk
gróft salt
6 dropar tabasco sósa
150 gr rifinn ostur

Aðferð:
Svitið laukinn í ólíunni og smjörinu. Bætið öllu öðru saman við, nema osti og látið sjóða rólega í 20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar.  Saltið ef þurfa þykir.  Hellið í 4 skálar og stráið osti yfir. Skreytið með coriander-laufum.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið