Uppskriftir
Karrí-núðlusúpa | Curry Laksa (Curry Mee)
Curry Laksa (Curry Mee) er dýrindis sterk karrí-núðlusúpa með ýmsum bragðtegundum.
Það eru ýmsar kenningar til um uppruna þessa réttar. Í Indónesíu er talið að hann hafi komið frá kínverskum strandsvæðum og blöndu tveggja menningarheima; kínverskra kaupmanna og staðbundinna matreiðsluaðferða.
Rétturinn er kunnur í Malasíu, Indónesíu og Singapúr og innheldur oftast Laksa-núðlur – eða hrísgrjóna vermicelli-núðlur – kókosmjólk og karrí.
Curry Laksa (Curry Mee)
1/3 bolli jurtaolía (80 ml)
2 beinlausar kjúklingabringur (skinnið tekið af)
120 g bauna pírur
170g hrírgrjónanúðlur eða þurrkaðar gular núðlur (225g)
225 hráar tígrisrækjur (hreinsaðar og skelflettar)
1 dós kókosmjólk (400 ml)
100 g tófu (má sleppa)
Salt eftir smekk.
Laksa kryddmauk (hægt að kaupa tilbúið í Asíubúðum)
5 litlir laukar skrældir og skornir til helminga)
3 rif hvítlaukur (skræld og skorin til helminga)
3 þurrkaðir chili (með eða án fræja, þeir eru látnir liggja í bleyti í heitu vatni til að mýkjast)
1 sítrónugras (lemmongras) (skorið í þunnar sneiðar eða hringi)
1½ biti engifer (skrælt og skorið í þykkar sneiðar)
½ bolli karríduft (50 g)
Skreyting fyrir framreiðslu
½ agúrka (skorin í fína strimla)
3 til 4 greinar myntulauf (stönglarnir fjarlægðir)
1 lime (sem búið er að skera í báta)
chili-mauk eftir smekk
Leiðbeiningar:
Blandið öllu kryddmaukshráefninu saman með ¼ bolla (60 ml) af vatni og sjóðið þar til hægt er að vinna það saman í mjúkt mauk. Hellið blöndunni í skál. Blandið með karrídufti til að mynda þykkt mauk.
Svo fyrir súpuna, setjið grænmetisolíu í potti yfir miðlungs hita. Steikið kryddið þangað til það er ilmandi – eða í um fimm mínútur. Bætið við kjúklingabringum í sneiðum og eldið þar til þær eru ekki lengur glærar í miðjunni, í um þrjár mínútur.
Hellið sex bollum (1,4 lítrum) af vatni saman við. Ef einhver á pandan-lauf úr asískum búðum má bæta því hér við, en það er ekki nauðsynlegt. Setjið lok á og látið súpuna sjóða. Lækkið hitann og látið malla í 20 mínútur.
Í öðrum potti undirbúið þið meðlætið.
Kryddið vatn með salti og snöggsjóðið baunaspírur í 20 sekúndur. Takið úr með sigti eða gataspaða.
Snöggsjóðið núðlur (eða þurrkuð vermicelli-hrísgrjón) í 2 mínútur. Takið úr með sigti eða gataspaða.
Takið kjúklingabringur úr súpunni með töng eða gataspaða. Þegar þær hafa aðeins kólnað, rífið kjötið niður í bita.
Setjið rækjurnar í súpuna, eldið í um þrjár til fjórar mínútur þar til rækjurnar krullast upp og verða bleikar. Fjarlægið úr súpunni og setjið til hliðar.
Hellið kókosmjólk í súpuna. Bætið tófu við og kryddið með salti. Bætið meðlætinu út í skálina, núðlum, baunaspírum, rifnum kjúklingi og rækjum. Hellið súpunni yfir núðlurnar. Skreytið með gúrku og myntulaufum.
Berið strax fram með steiktu chili-mauki og lime-bátum.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
Mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð