Keppni
Karina Tamm er Heimsmeistari barþjóna 2018 – Grétar stóð sig frábærlega

Grétar fagnar hér gullinu í sínum flokki short drinks, sem tryggði honum rétt til að keppa í úrslitum.
Mynd: facebook / IBA
Nú rétt í þessu voru úrslit kynnt í Heimsmeistaramóti Barþjóna á glæsilegum hátíðarkvöldverði sem haldið var í Tallinn höfuðborg Eistlands og var það Karina Tamm sem hreppti titilinn Heimsmeistari barþjóna 2018.
Það var Íslandsmeistari barþjóna 2018 Grétar Matthíasson sem keppti fyrir hönd Íslands, en hann sigraði í gær í sínum flokki short drinks sem kom honum í sex manna úrslit og var það eins og áður segir Karina Tamm sem sigraði. Einungis er 1. sætið gefið upp, en engu að síður frábær árangur hjá Grétari.
Grétar keppti með drykkinn Peach Perfekt, sem samanstóð af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.
Alls voru 62 keppendur frá 62 löndum sem kepptu í 5 mismunandi flokkum Longdrinks, Afterdinner, Bartender choice, Sparkling og Short drinks.
Samhliða heimsmeistarakeppninni var haldin Flair keppni þar sem Danilo Oribe frá Úrúgvæ hreppti gullið, en alls kepptu 34 keppendur í Flair.
Grétar er bæði lærður sem matreiðslu-, framreiðslumaður og starfar sem rekstrarstjóri á Grillmarkaðinum.
Óskum Grétari innilega til hamingju með árangurinn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?