Keppni
Karina Tamm er Heimsmeistari barþjóna 2018 – Grétar stóð sig frábærlega
Nú rétt í þessu voru úrslit kynnt í Heimsmeistaramóti Barþjóna á glæsilegum hátíðarkvöldverði sem haldið var í Tallinn höfuðborg Eistlands og var það Karina Tamm sem hreppti titilinn Heimsmeistari barþjóna 2018.
Það var Íslandsmeistari barþjóna 2018 Grétar Matthíasson sem keppti fyrir hönd Íslands, en hann sigraði í gær í sínum flokki short drinks sem kom honum í sex manna úrslit og var það eins og áður segir Karina Tamm sem sigraði. Einungis er 1. sætið gefið upp, en engu að síður frábær árangur hjá Grétari.
Grétar keppti með drykkinn Peach Perfekt, sem samanstóð af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.
Alls voru 62 keppendur frá 62 löndum sem kepptu í 5 mismunandi flokkum Longdrinks, Afterdinner, Bartender choice, Sparkling og Short drinks.
Samhliða heimsmeistarakeppninni var haldin Flair keppni þar sem Danilo Oribe frá Úrúgvæ hreppti gullið, en alls kepptu 34 keppendur í Flair.
Grétar er bæði lærður sem matreiðslu-, framreiðslumaður og starfar sem rekstrarstjóri á Grillmarkaðinum.
Óskum Grétari innilega til hamingju með árangurinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin