Keppni
Kanada vinna Scothot 2007
Niðurstöður úr keppninni Scothot 2007 eru komin, þar sem Ungkokkar Íslands hafa verið að keppa síðustu daga, n.t. 26. 28. febrúar og árangurinn glæsilegur hjá ungviðunum.
Keppnin var í tveimur hlutum og keppt var tvo daga, en fyrri hlutinn var í heitum mat og var matseðillinn hinn glæsilegasti hjá Ung kokkum Íslands, sem samanstóð af fjórum réttum, en þeir voru:
Dip
Andar carpaccio með Foie gras
Forréttur
Salfisk og humar terrine með saltfisk brandade, humargljáa og humarmedalíu
Aðalréttur
Lambafille með möndluhjúp, skanka rillet, fontant kartafla, lamba djús og kálböggul með rótargrænmeti
Eftirréttur
Rabbara souffle með skyr ís, hvítsúkkulaði mouse með rabbabara froðu
Í seinni hluta keppninnar var svokölluð sýnikennsla sem var í þremur hlutum, en fyrst átti að úrbeina önd og útbúa forrétti fyrir tvo, því næst var löguð súpa eða seyði úr öndinni. Eins átti að laga aðalrétt fyrir tvo úr öndinni og síðast en ekki síðst eftirétturinn sem innihélt jógúrt, döðlu, ananas og hunang.
Ung kokkar Íslands samanstendur af:
-
Ari Valdimarsson, Thorvaldsen Bar
-
Berglins Ósk Loftsdóttir, Hótel Geysir
-
Rúnar Þór Larsen, Radisson SAS Hótel Saga
-
Sigurður Rúnar Ragnarsson, Nordica
-
Vigdís Ylfa Hreinsdóttir, Argentína steikhús
Fyrirliði:
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Sjávarkjallarinn
Framkvæmdastjóri liðsins:
Sverrir Halldórsson
Til að byrja með voru það Kanada sem fengu gullverðlaun fyrir bæði heita matinn og sýnikennsluna og urðu þar af leiðandi sigurvegarar.
Liðið frá Englandi gekk vel og fengu þau silfur í heita matnum og brons í sýnikennslunni.
Þýskaland hefur alltaf státað sig af að vera framananlega í keppnum, en fengu ekki nema silfur í heita matnum og einnig í sýnikennslunni.
Írland fékk silfur í heita matnum og brons í sýnikennslunni.
Ung kokkar Íslands gerður sér lítið fyrir og náðu gull í heita matnum og silfur í sýnikennsluni
Malta liðið fékk silfur í því heita og brons fyrir sýnikennsluna
Liðið frá Skotlandi fengu gull í heita matnum og silfur í sýnikennslunni
Bandaríska liðið varð efst í stigum í sýnikennslunni og fengu gull í heita matnum.
Wales fengu síðan brons í heita matnum og eins í sýnikennslunni.
Þannig að úrslit urðu að Kanada náði sigri í keppninni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF