Vertu memm

Frétt

Kaka ársins 2022 komin í sölu í bakaríum

Birting:

þann

Kaka ársins 2022

Rúnar Felixson

Rúnar Felixson, bakarameistari hjá Mosfellsbakaríi á heiðurinn af Köku ársins 2022.

Kakan inniheldur silkimjúka pistasíu-mousse með créme brulée miðju, hindberjagel og stökkan pistasíu botn.  Tíu kökur bárust í keppnina Kaka ársins 2022, en fjórar komust í undanúrslit og átti Rúnar tvær þeirra.

Kakan byrjar í sölu í dag fimmtudaginn 17. febrúar í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land og kostar t.a.m. 4.650 kr í Mosfellsbakarí.

Kaka ársins 2022

Kakan inniheldur silkimjúka pistasíu-mousse með créme brulée miðju, hindberjagel og stökkan pistasíu botn.

Myndir: facebook / Mosfellsbakarí

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið