Starfsmannavelta
Kaffi og list á Akureyri hættir rekstri – Auður: „Ástæðan er einföld: Covid-19“
Listasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Listasafninu eftir að Kaffi og list hætti rekstri.
Sjá einnig:
Auður B. Ólafsdóttir rekstraraðili kaffihúsins Kaffi og list sendi frá sér tilkynningu sem hægt er að lesa í heild sinni hér að neðan:
Kæru Kaffi & list vinir.
Það er mér þungbært, en því miður óhjákvæmilegt, að tilkynna um lokun á okkar yndislega kaffihúsi, Kaffi & list, í Listasafninu á Akureyri. Ástæðan er einföld: Covid-19. Aðeins nokkrum vikum eftir opnun, 1. mars 2020, var rekstrargrundvelli kaffihússins í raun kippt undan því.
Sögu þessa heimsfaraldurs þekkjum við öll og fyrir utan lagalegar lokanir kaffihússins féllu einnig niður flest allir viðburðir sem Listasafnið hafði skipulagt árið 2020. Auk þess sem aðrir viðburðir s.s. málþing, ráðstefnur, afmæli, brúðkaup, fermingar o.s.frv. fóru ekki fram. Það var því synt á móti straumnum nánast frá upphafi. Ég hélt lengi í þá von að Kaffi & list gæti staðið þetta af sér, en því miður er ekki svo. Þetta eru erfið skref, en hjá þeim verður ekki komist.
Ég vil þakka fyrir frábærar móttökur og óska næsta rekstraraðila, hver sem hann verður, velfarnaðar og minna á að hér er svo sannarlega hægt að gera góða hluti við eðlilegar aðstæður.
Þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir tækifærið og viðtökurnar að ógleymdu því góða fólki sem ég hef kynnst á þessum tíma. Starfsfólki Listasafnsins vil ég þakka sérstaklega fyrir samstarfið og samvinnuna. Það vantaði ekki viljann til að halda áfram, en því miður verður að láta hér staðar numið.
Ég óska ykkur öllum alls hins besta,
kær kveðja,
Auður B. Ólafsdóttir og Kaffi & list teymið.“
Í tilkynningu frá Listasafninu á Akureyri kemur fram að góð aðstaða er fyrir kaffihús á jarðhæð Listasafnsins. Kaffihúsið er sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu en jafnframt mikilvægur hluti af safninu.
Útboðsgögn er hægt að nálgast á vef listasafnsins hér, en nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins [email protected] og í síma 461 2619 og 659 4744.
Mynd: facebook / Kaffi & list
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð