Vertu memm

Starfsmannavelta

Kaffi Krókur, Mælifell og Ólafshús skipta um eigendur

Birting:

þann

Ólafshús

Gengið hefur verið frá sölu á veitinga- og skemmtistöðunum Kaffi Krók, Mælifelli og Ólafshúsi á Sauðárkróki. Það eru þau Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal sem kaupa staðina af Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni, en fyrirtæki þeirra, Vídeósport, hefur rekið þessa staði um árabil. Fyrir eiga þau Selma og Tómas Arctic Hotels á Sauðárkróki, að því er fram kemur á feykir.is.

Tómas sagði í samtali við Feyki nú áðan að þau tækju við Kaffi Krók, Mælifell og Ólafshúsi um áramót. Hann sagði ekki stefnt á neinar sérstakar breytingar á rekstrinum til að byrja með, enda hefði rekstur þessara staða verið með miklum ágætum.

Þó eru geta alltaf orðið einhverjar breytingar með nýju fólki, það verður bara að koma í ljós. Við teljum þetta góða viðbót við okkar rekstur og þetta leggst bara vel í okkur,

sagði hann.

 

Mynd: Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið