Starfsmannavelta
Kaffi Krókur, Mælifell og Ólafshús skipta um eigendur
Gengið hefur verið frá sölu á veitinga- og skemmtistöðunum Kaffi Krók, Mælifelli og Ólafshúsi á Sauðárkróki. Það eru þau Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal sem kaupa staðina af Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni, en fyrirtæki þeirra, Vídeósport, hefur rekið þessa staði um árabil. Fyrir eiga þau Selma og Tómas Arctic Hotels á Sauðárkróki, að því er fram kemur á feykir.is.
Tómas sagði í samtali við Feyki nú áðan að þau tækju við Kaffi Krók, Mælifell og Ólafshúsi um áramót. Hann sagði ekki stefnt á neinar sérstakar breytingar á rekstrinum til að byrja með, enda hefði rekstur þessara staða verið með miklum ágætum.
Þó eru geta alltaf orðið einhverjar breytingar með nýju fólki, það verður bara að koma í ljós. Við teljum þetta góða viðbót við okkar rekstur og þetta leggst bara vel í okkur,
sagði hann.
Mynd: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10