Uppskriftir
Jólarauðkál
Fyrir tíu manns.
1 rauðkálshaus
2 epli
2 búnt sellerí
2 kanilstangir
1 tsk negull
300 ml kirsuberjaedik (mjög sætt edik)
100 ml eplaedik
100 ml eplasafi
350 g sykur (fer eftir smekk – súrt eða sætt)
100 ml hunang
Aðferð:
Skerið rauðkálið þunnt niður, skerið sellerí og epli í teninga og steikið allt saman í potti með smájurtaolíu.
Setjið þá kanilstangir út í ásamt negul.
Edik, safi, hunang og sykur svo sett út í og soðið. Smakkið til með sykri eða ediki (eftir smekk).
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.
Jólarauðkálið er einnig hægt að bera fram með hangikjöti, sjá nánar hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin