Uppskriftir
Jólarauðkál
Fyrir tíu manns.
1 rauðkálshaus
2 epli
2 búnt sellerí
2 kanilstangir
1 tsk negull
300 ml kirsuberjaedik (mjög sætt edik)
100 ml eplaedik
100 ml eplasafi
350 g sykur (fer eftir smekk – súrt eða sætt)
100 ml hunang
Aðferð:
Skerið rauðkálið þunnt niður, skerið sellerí og epli í teninga og steikið allt saman í potti með smájurtaolíu.
Setjið þá kanilstangir út í ásamt negul.
Edik, safi, hunang og sykur svo sett út í og soðið. Smakkið til með sykri eða ediki (eftir smekk).
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.
Jólarauðkálið er einnig hægt að bera fram með hangikjöti, sjá nánar hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar







