Uppskriftir
Jólarauðkál
Fyrir tíu manns.
1 rauðkálshaus
2 epli
2 búnt sellerí
2 kanilstangir
1 tsk negull
300 ml kirsuberjaedik (mjög sætt edik)
100 ml eplaedik
100 ml eplasafi
350 g sykur (fer eftir smekk – súrt eða sætt)
100 ml hunang
Aðferð:
Skerið rauðkálið þunnt niður, skerið sellerí og epli í teninga og steikið allt saman í potti með smájurtaolíu.
Setjið þá kanilstangir út í ásamt negul.
Edik, safi, hunang og sykur svo sett út í og soðið. Smakkið til með sykri eða ediki (eftir smekk).
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.
Jólarauðkálið er einnig hægt að bera fram með hangikjöti, sjá nánar hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum