Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
Jólamarkaður Saman verður haldinn haldinn í porti Hafnarhússins í dag laugardaginn 30. nóvember, milli 11-17.
Skipuleggjendur eru Lady brewery brugghúsið, vinnustofan And Antimatter og Soda Lab.
Á Jólamarkaði Saman eru þátttakendur alls staðar af landinu að kynna og selja vörur sem eru flestar framleiddar og/eða skapaðar hér heima, margt handgert af einstaklingum á bakvið vörumerki, einyrkjar, gallerý, studio, og smá framleiðendur.
Saman sameinar mismunandi greinar og leggur áherslur á skapandi hugsun, list, hönnun, nýjungar, nýnæmi & áhugaverðra útfærslur og sjónarhorn.
Frábær upplifun fyrir fjölskyldu og vini þar sem allir finna eitthvað fyrir hátíðirnar og styðja við íslenska listamenn, matgæðinga og hönnuði.
Dagskrá:
11:00 – 17:00
Lady Brewery verður með „Pikkl & Bjór“ – PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og gómsætu snarli.
11:30 – 13:00
Rán flygenring verður með skemmtilega fjölskyldu smiðju um tjörnina sem er bók sem er gefin út af Angústúra núna fyrir jólin. Hægt verður að versla bókina á markaðnum & mögulega blikka Rán í eiginhandaráritun.
14:00 – 16:00
ÞYKJÓ verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka í fjölnotarými, þar sem fundnir hlutir úr náttúrunni verða kannaðir & notaðir við gerð aðventulegra óróa. ÞUKJÓ vann til Hönnunarverðlauna Íslands nú á dögunum, til hamingju!
Hönnuðir, matarframleiðendur og listamenn verða staðsettir í Porti safnsins með frábærar vörur “beint frá stúdíó”:
Eldblóm, Ilmur & Sjór, SODALAB, Fyrirbæri vinnustofur listamanna, Grugg & Makk, Angústúra, Sigurborg Stefánsdóttir, by Krummi, Steinholt &Co, DAYNEW, Ólöf Björg Björnsdóttir, Fengr, La Brújería, Glingling Jewelry, Myrkraverk Gallery, Terminal X, Vessel, studio CH, SVAVA sinnep, Kandís, Olíalda (Sápulestin), Matteria, Mindful Photoart- Rannsy, Tender Habit, Barnaból, EIRORMUR, Coocoo’s Nest kokkabókin, And Anti Matter//Anti Work, Undrajurtir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða