Markaðurinn
Jólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
Jólunum fylgir oft aukin neysla á alls kyns góðgæti og þá er mikilvægt að gleyma ekki hollustunni. Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik og komdu með sniðuga útfærslu á kræsingum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann.
Bananar í samstarfi við Krabbameinsfélagið og Hagkaup óska eftir skemmtilegum hugmyndum að jólalegri framsetningu fyrir jólaborðið eða veislubakkann sem hægt er að borða. Uppistaðan þarf að vera eitthvað af eftirtöldu: grænmeti, kryddjurtir, ávextir eða ber. Veglegir vinningar í boði.
Hvað þarft þú að gera til að vera með:
Skrá þig til leiks á [email protected] fyrir miðnætti fimmtudaginn 11. Desember. Skila inn þínu framlagi við Hagkaup í Smáralind laugardaginn, 13. desember, milli kl. 12:00 og 12:30, ásamt innihaldslýsingu. Úrslit verða tilkynnt kl. 13:00.
Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn, útfærslan þarf ekki að vera tímafrek eða flókin.
Reglur:
Uppistaðan þarf að vera eitthvað af eftirtöldu: grænmeti, kryddjurtir, ávextir eða ber. Flatarmál disks eða bakka má ekki vera meira en 50 x 40 cm.
Vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin:
1. sæti: Bananar gefa 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 40.000 kr.
2. sæti: Bananar gefa 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 25.000 kr.
3. sæti: Bananar gefa 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 15.000 kr.
Einnig verða veitt nokkur aukaverðlaun frá Lemon fyrir skemmtilegar útfærslur.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako






