Markaðurinn
Jólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
Jólunum fylgir oft aukin neysla á alls kyns góðgæti og þá er mikilvægt að gleyma ekki hollustunni. Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik og komdu með sniðuga útfærslu á kræsingum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann.
Bananar í samstarfi við Krabbameinsfélagið og Hagkaup óska eftir skemmtilegum hugmyndum að jólalegri framsetningu fyrir jólaborðið eða veislubakkann sem hægt er að borða. Uppistaðan þarf að vera eitthvað af eftirtöldu: grænmeti, kryddjurtir, ávextir eða ber. Veglegir vinningar í boði.
Hvað þarft þú að gera til að vera með:
Skrá þig til leiks á [email protected] fyrir miðnætti fimmtudaginn 11. Desember. Skila inn þínu framlagi við Hagkaup í Smáralind laugardaginn, 13. desember, milli kl. 12:00 og 12:30, ásamt innihaldslýsingu. Úrslit verða tilkynnt kl. 13:00.
Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn, útfærslan þarf ekki að vera tímafrek eða flókin.
Reglur:
Uppistaðan þarf að vera eitthvað af eftirtöldu: grænmeti, kryddjurtir, ávextir eða ber. Flatarmál disks eða bakka má ekki vera meira en 50 x 40 cm.
Vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin:
1. sæti: Bananar gefa 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 40.000 kr.
2. sæti: Bananar gefa 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 25.000 kr.
3. sæti: Bananar gefa 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 15.000 kr.
Einnig verða veitt nokkur aukaverðlaun frá Lemon fyrir skemmtilegar útfærslur.
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir23 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






