Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólahlaðborð á veitingastaðnum Caruso á Spáni
Veitingastaðurinn Caruso á Spáni í Torreviejaborg verður að sjálfsögðu í jólaskapi líkt og önnur veitingahús hér á landi og kemur til með að bjóða upp á jólahlaðborð sem allir íslendingar þekkja, dagana 11.-12. og 13. desember og mun hinn landsfrægi tónlistamaður Eyjólfur Kristjánsson spila öll kvöldin.
„Við erum búinn að fá alveg frábærar viðtökur hérna frá íslendingum og öðrum þjóðum. Svo er farið að selja íslenskt lambakjöt hérna í búðum sem er mjög gott mál og meira að segja þá er hægt að fá lambið ódýrara hérna en heima á íslandi,“
sagði Ólafur R. Eyvindsson yfirmatreiðslumaður á Caruso á Spáni í samtali við Freisting.is
Á jólahlaðborðinu verður Sjávarréttasúpa, Sjávarréttasalat, Reyktur Lax, Grafin Lax, Síldar salöt, Sveitarpaté, Gljáður Hamborgarahryggur, Drottningarskinka svo eitthvað sé nefnt, en hægt er að skoða allann jólamatseðilinn með því að smella hér (Pdf skjal).
Ólafur klikkar ekki á því og ætlar að bjóða upp á Skötuveislu á Þorláksmessu þann 23. desember.
Lambið ódýrari á Spáni en á Íslandi
Á vef costablanca.is kemur meðal annars fram að: „Lambakjötið er merkt Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og sem dæmi má nefna að við sáum lambalæri á 8,48 evrur en kjötið vóg 1.220 kg. Einnig var kílóverðið á íslensku lambabógi á 6,85 evrur.“
Mynd frá heimasíðu Caruso.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?