Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólahlaðborð á veitingastaðnum Caruso á Spáni
Veitingastaðurinn Caruso á Spáni í Torreviejaborg verður að sjálfsögðu í jólaskapi líkt og önnur veitingahús hér á landi og kemur til með að bjóða upp á jólahlaðborð sem allir íslendingar þekkja, dagana 11.-12. og 13. desember og mun hinn landsfrægi tónlistamaður Eyjólfur Kristjánsson spila öll kvöldin.
„Við erum búinn að fá alveg frábærar viðtökur hérna frá íslendingum og öðrum þjóðum. Svo er farið að selja íslenskt lambakjöt hérna í búðum sem er mjög gott mál og meira að segja þá er hægt að fá lambið ódýrara hérna en heima á íslandi,“
sagði Ólafur R. Eyvindsson yfirmatreiðslumaður á Caruso á Spáni í samtali við Freisting.is
Á jólahlaðborðinu verður Sjávarréttasúpa, Sjávarréttasalat, Reyktur Lax, Grafin Lax, Síldar salöt, Sveitarpaté, Gljáður Hamborgarahryggur, Drottningarskinka svo eitthvað sé nefnt, en hægt er að skoða allann jólamatseðilinn með því að smella hér (Pdf skjal).
Ólafur klikkar ekki á því og ætlar að bjóða upp á Skötuveislu á Þorláksmessu þann 23. desember.
Lambið ódýrari á Spáni en á Íslandi
Á vef costablanca.is kemur meðal annars fram að: „Lambakjötið er merkt Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og sem dæmi má nefna að við sáum lambalæri á 8,48 evrur en kjötið vóg 1.220 kg. Einnig var kílóverðið á íslensku lambabógi á 6,85 evrur.“
Mynd frá heimasíðu Caruso.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






