Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Jólagleðin lifnar við á Apótekinu – Glæsilegar myndir af Afternoon Tea

Birting:

þann

Jólagleðin lifnar við á Apótekinu - Glæsilegar myndir af Afternoon Tea

Jóla Afternoon Tea er nú hafið á Apótekinu og tók staðurinn á móti fyrstu gestunum nú á dögunum. Stemningin var einstaklega hlý og jólaleg þegar fyrstu veitingarnar voru bornar fram, en jólaútgáfan hófst fimmtudaginn 6. nóvember og verður í boði alla daga fram að jólum frá klukkan 14.30 til 17.00.

Um er að ræða upplifun sem er framreidd fyrir allt borðið og hentar sérlega vel fyrir notalega stund með vinnufélögum, vinahópnum eða fjölskyldunni þegar heillandi jólastemningin fer að gera vart við sig.

Jólagleðin lifnar við á Apótekinu - Glæsilegar myndir af Afternoon Tea

Á matseðlinum eru klassískar skonsur með þeyttu íslensku smjöri og sultum, hangikjötssamloka með baunasalati og pikkluðum gulrótum og graflax á flatköku með piparrótarkremi, berjageli og dilli. Einnig er í boði kalkúnbringa með romaine salati, kirsuberjasultu og tartarsósu og önd á belgískri vöfflu með karamelluseruðum eplum og maltsósu.

Sætu réttirnir fylgja á eftir af sama metnaði og skapa glæsilegan endi á upplifuninni. Þar má nefna jóla­kúlu með saltkaramellu og hvítsúkkulaðimús, fylltu eplum og engifer, karamellu crankie með pistasíubotni og karamelluköku, auk eftirrétti dagsins og makkarónur.

Verð á Afternoon Tea er 7.890 krónur á mann og hægt er að njóta þess með glasi af Oddbird Blanc de Blancs 0 prósent á 8.790 krónum. Cava freyðivíni á 8.890 krónum. Bollinger Special Cuvée á 9.480 krónum og Bollinger Rosé á 9.990 krónum.

Með fylgja myndir sem fanga jólagleðina og einstöku stemninguna sem hefur gert Jóla Afternoon Tea að einni vinsælustu hefð ársins hjá gestum Apóteksins.

Myndir: facebook / Apótekið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið