Markaðurinn
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
Hjá Bako Verslunartækni er hægt að gera frábær kaup á Svörtum dögum sem hefjast næstkomandi fimmtudag, 28. nóvember og standa út mánudag, 2. desember.
Búið er að vinna markvisst að því að þétta og gera vöruframboðið sem best úr garði til að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina.
Allt að 30% afsláttur er af völdum fallegum gjafavörum sem eru tilvaldar í jólapakkann fyrir matreiðslumenn og ástríðukokka í eldhúsinu.
Á afslætti eru t.a.m. valdar tegundir af hinum þekktu frönsku vínkælum frá La Sommeliére sem hafa notið áralangra vinsælda hjá veitingahúsum og færst hefur í aukana að vínunnendur hafa verið að kaupa bæði fyrir heimili og í sumarhús.
Aðrar fallegar vörur á afslætti eru pizzaofnar, barvörur, leðursvuntur, japanskir hnífar, glös frá Zwiesel og Vicrila, Pintinox pönnur, Lava steypujárnspottar, steikarhnífaparasett, Pavoni silicon form og fleira skemmtilegt.
Starfsfólk Bako Verslunartækni er komið í jólagírinn og tekur vel á móti öllum viðskiptavinum í verslun fyrirtækisins að Draghálsi 22. Opið er frá kl. 8-17 mánudaga – fimmtudaga og frá kl. 8-16 á föstudögum.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki