Vín, drykkir og keppni
Jólabjórinn mætir 7. nóvember
Tuborg J-dagurinn haldinn hátíðlegur
Þá er loksins komið að deginum sem margir hafa beðið eftir, því 7. nóvember fellur ‚snjórinn‘ í Danmörku og að sjálfsögðu fögnum við því hér heima. Sala á jólabjór Tuborg hefst með pompi og prakt klukkan 20:59 og markar sá tími árlegt upphaf jólatímans í augum margra bjórunnenda.
J-dagurinn, eða „Julebryg-dagurinn“ eins og hann er nefndur í Danmörku, hefur verið haldinn hátíðlegur þar í landi frá árinu 1990. Þá aka bláir jólabílar Tuborg um göturnar með jólasveina í sínum einkennislitum, sem bera út bjórinn og gleðina. Hefðin hefur síðan breiðst út og víða er haldið upp á daginn með danska sjarma, góðum bjór og hátíðlegu andrúmslofti.
Hinn klassíski Tuborg Julebryg er dökkur lagerbjór með mildum karamellukeim, maltinu fylgir léttur sætleiki og kryddaður ilmur sem minnir á jólabakstur. Bjórinn hefur 5,6 prósent alkóhól og hefur í gegnum árin notið mikilla vinsælda bæði í Danmörku og hér á Íslandi.
Á Íslandi er Bjórgarðurinn við Þórunnartún 1 í Reykjavík einn vinsælasti samkomustaður J-dagsins. Þar koma saman bjórunnendur og þeir sem kunna að meta góða stemningu, tónlist og bragðgóðan mat. Boðið verður upp á hátíðarstemningu og jólagleði langt fram á kvöld þegar fyrsta flaskan af jólabjórnum er opnuð.
Það má með sanni segja að jólahátíðin hefjist fyrir alvöru þegar J-dagurinn rennur upp og fyrsta sopa af Tuborg Julebryg er lyft til heiðurs jólunum.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






