Markaðurinn
Jóla-frómas sem hittir beint í mark
Margir tengja frómas við jólin hér á landi, dásamlegir, léttir og bragðgóðir eftirréttir að þessu sinni með súkkulaði og kaffi yfirbragði.
Súkkulaði frómas – fyrir 6-8 manns
3 egg
100 g sykur
400 ml rjómi
100 ml sterkt kaffi
125 g súkkulaði
6 matarlímsblöð
Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni. Þeytið þá egg og sykur þangað til létt og ljóst í einni skál og rjómann í annarri. Saxið niður súkkulaðið smátt og hellið upp á einn kaffibolla.
Blandið súkkulaðinu saman við eggin og sykurinn og hrærið saman. Mælið þá 100 ml af kaffi, hristið kalda vatnið af matarlímsblöðunum og blandið saman við heitt kaffið. Þá er rjómanum blandað rólega saman við eggjablönduna og kaffinu bætt við í lokin sem hefur fengið að kólna lítillega, gott er að setja eina matskeið í einu og hræra á milli svo kaffið bræði ekki rjómann.
Setjið frómasinn í eina stóra skál eða nokkrar minni og kælt í minnst 3-4 tíma.
Skreytið af vild áður en frómasinn er borinn fram.
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum