Markaðurinn
Jóla-frómas sem hittir beint í mark
Margir tengja frómas við jólin hér á landi, dásamlegir, léttir og bragðgóðir eftirréttir að þessu sinni með súkkulaði og kaffi yfirbragði.
Súkkulaði frómas – fyrir 6-8 manns
3 egg
100 g sykur
400 ml rjómi
100 ml sterkt kaffi
125 g súkkulaði
6 matarlímsblöð
Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni. Þeytið þá egg og sykur þangað til létt og ljóst í einni skál og rjómann í annarri. Saxið niður súkkulaðið smátt og hellið upp á einn kaffibolla.
Blandið súkkulaðinu saman við eggin og sykurinn og hrærið saman. Mælið þá 100 ml af kaffi, hristið kalda vatnið af matarlímsblöðunum og blandið saman við heitt kaffið. Þá er rjómanum blandað rólega saman við eggjablönduna og kaffinu bætt við í lokin sem hefur fengið að kólna lítillega, gott er að setja eina matskeið í einu og hræra á milli svo kaffið bræði ekki rjómann.
Setjið frómasinn í eina stóra skál eða nokkrar minni og kælt í minnst 3-4 tíma.
Skreytið af vild áður en frómasinn er borinn fram.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir









