Frétt
Joðskortur vegna minni fiskneyslu
Joðskortur hefur greinst hér á landi í fyrsta skipti meðal barnshafandi kvenna sem getur haft áhrif á vöxt og þroska fósturs. Ástæðan er of lítil fisk- og mjólkurneysla. Þetta er verulegt áhyggjuefni að mati embættis landlæknis, sem að ruv.is vekur athygli á.
Joð er mikilvægt steinefni sem við fáum í snefilmagni úr fæðunni. Joð er nauðsynlegt fyrir myndun skjaldkirtilshormóna sem gegna mikilvægu hlutverki í líkamanum, meðal annars á meðgöngu fyrir eðlilegan vöxt og þroska fósturs. Við fáum helst joð úr mjólkurvörum (fyrir utan ost) og mögrum fiski eins og ýsu og þorski. Ófullnægjandi joðhagur greindist nýlega hérlendis meðal barnshafandi kvenna og joðneysla þátttakenda í landskönnun á mataræði á Íslandi frá árunum 2019-2021 var undir ráðlögðum dagskammti hjá 80% kvenna og 60% karla.
Nýlega birtist vísindagrein í Læknablaðinu sem fjallar um hver áhrif þess væru að nota joðbætt salt í brauð til að bæta joðhag landsmanna. Notuð voru gögn úr landskönnun á mataræði og úr könnun á mataræði tveggja ára barna á Íslandi. Niðurstöður útreikninga sýna að notkun joðbætts salts í brauð sem svarar til 20 µg af joði í 100 grömmum af brauði tilbúnu til neyslu virðist örugg fyrir ung börn. Þessi viðbætti joðstyrkur í brauðum myndi þó ekki duga til að tryggja fullnægjandi joðneyslu allra fullorðinna, sé miðað við núverandi mataræði landsmanna.
Höfundar greinarinnar eru fræðimenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Matvælastofnun. Fyrsti höfundur greinarinnar er Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði.
Skoða má greinina á vef Læknablaðsins hér.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.