Vín, drykkir og keppni
Jess Kildetoft sigraði Norðurlandamót Vínþjóna – Myndir frá keppninni
Síðastliðinn sunnudag fór fram Hótel Sögu hin árlega keppni um besta vínþjón norðurlanda og var það að þessu sinni hinn 34 ára Jess Kildetoft yfirvínþjónn Mash í London sem vann titilinn besti Vínþjónn Norðurlanda 2015.
Í öðru sæti var hin sænska Frida Hansson Vínþjónn á Eriks Wine Bar, partur af restaurant Gondolen í Stokkhólmi og í þriðja sú finnska Heidi Mäkinen Vínþjónn á Rosticceria Perla Oy / Restaurant C, Tampe.
Hróðmar Eydal frá Vox og Ástþór Sigurvinsson frá Kolabrautinni kepptu fyrir íslands hönd og var þetta í annað sinn sem þeir kepptu.
Í undanúrslitum var mjög erfitt, 60 spurninga skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á einu hvítvíni, rauðvíni og tveim sterkum, svo tók við kampavínsservering fyrir gesti á 5 mínútum.
Í úrslitum var allt „Live“ uppá sviði fyrir framan áhorfendur og var því stillt þannig upp að þegar keppandi kom inn á svið var þetta sett upp eins og á veitingahúsi. Byrjað var á umhelling fyrir 5 manns og upp koma smá gildra þar sem ekkert kerti var til staðar og gaman var að sjá hvernig keppendur brugðust við því, ýmist með að segja að vínið væri það ungt að ekki þyrfti kerti o.s.fv.
Næsta var farið í matar og vínpörun þar sem keppandi fékk í hendur 5 rétta matseðil og átti að mæla með einu víni með hverjum rétti og vínin máttu ekki koma frá sama landi og ekki með sama vínþrúgun, þarna truflaði einn gesturinn og bað um kokteilinn Sidecar sem keppendur urðu svo að búa til og segja frá hvað væri í honum.
Því næst var blindsmakkað eitt hvítvín og tvö rauðvín og eitt styrkt vín, og svo staðfesting á 5 sterkum vínum, þetta var vægast sagt kvikindislegt val á vínum, en þau voru;
- Château de la Ragotiere Muscadet sur Lie Vieilles Vignes frá Loire í Frakklandi
- Château D´Ourbenac Malbec frá Cahors í Frakklandi.
- A Mano Imprint Appassito Primitivo frá Pugliu í Ítalíu.
- Cockburns White Port frá Douro í Portúgal.
- Crowberry Líkjör frá Íslandi
- Ungava Gin frá Kanada
- Fireball Cinnamon Whiskey
- Nikka Coffee Malt Whiskey frá Japan
- Birkir snafs frá Íslandi
Lokaatriðið var svo leiðrétting á vínlista þar sem gildrur voru ýmist röng héruð, vitlaust stafað vínið, ekki búið til það ár o.s.fv.
Lokaslúttið var svo haldið á veitingastaðnum Matur og Drykkur, þar kynntu íslenskir vínbirgjar sínar vörur áður en borðhald hófst þar sem Gísli og hans fólk reiddu fram glæsilegan 8 rétta matseðil að hætti hússins.
Vínþjónasamtökin vilja þakka styrktaraðilum sínum og öllum þeim sem mættu á keppnisdaginn til að fylgjast með þó það hefði nú mátt sjá mun fleiri úr bransanum.
Myndir: Tolli og Co
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?