Freisting
Japanskir kokkar fara á taugum vegna túnfisks
|
Skortur á túnfiski er farið að valda japönskum kokkum sífellt meiri heilabrotum. Kokkar í Japan eru því farnir að prófa sig áfram með allskyns kjöt í sushi-rétti. En vill einhver fá sér dádýra-sushi eða hrossakjöts-sushi í landi þar sem túnfiskur er samofinn matarmenningu og endurspegla sjálfstraust heillar þjóðar ?
Í japönsku eru til ótal mörg nöfn yfir túnfisk en það endurspeglar mikilvægi hans í japanskri matargerð. Nú eru alþjóðlegar hömlur á túnfiskveiðum eru orðnar meiri og tylft fiskiþjóða samþykktu á síðasta ári að minnka túnfiskveiðar um 20% á ári. Á sama tíma eru japanskir matgæðingar á barmi taugaáfalls.
Þetta er eins og nautasteikur væru ekki lengur til í Ameríku“ er haft eftir Tadashi Yamagata, formanni Landssambands japanskra sushi-kokka, í The New York Times í dag. Sushi án túnfisk er einfaldlega ekki sushi“
Stór hluti af vandamálinu er að vinsældir sushi og sashimi hafa aukist í heiminum og sérstaklega í nýríkum löndum á borð við Rússland, Suður-Kóreu og Kína. Með minna framboði hefur verðið á túnfiski rokið upp um þriðjungog kemur það illa við eigendur japanskra sushi-veitingastaða en Japanir kaupa þriðjung af veiddum túnfiski í heiminum.
Túnfiskurinn tákn um efnahagslega velgengni
Sumir segja líka að taugaveiklunin út af túnfiskinum sé samhangandi við áhyggjur Japana um niðursveiflur í efnahagsástandi landsins, borið saman við nágrannaríkið Kína. Túnfiskur hafi löngum verið tákn um efnahagslega velgengi Japans og skortur á tegundinni endurspegli veikari stöðu Japana í heimsviðskiptum.
Því er ljóst að mikil pressa er á japönskum sushi-kokkum þessa dagana og hugmyndaflut þeirra og hefur verið talað um að nota reykt dádýr eða hrossakjöt í staðinn fyrir túnfisk eða jafnvel reykta önd með majónesi.
Greint frá á mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt5 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala