Keppni
Jakob dæmdi í Kokkur ársins í Póllandi – Keppnin stóð yfir í tvo daga | Vídeó
Kokkur ársins 2017 í Póllandi var haldin 26. og 27. september s.l. í borginni Poznan. Undankeppni fór fram víðsvegar um landið nokkrum mánuðum fyrir í alls ellefu borgum. Þeir kokkar sem sigruðu í undankeppnunum fengu þátttökurétt í Kokkur ársins 2017 ásamt aðstoðarkokki sem eru matreiðslunemar úr kokkaskólum landsins.
Í aðalkeppninni voru ellefu kokkar sem kepptu og einnig keppti sá sem sigraði titilinn í fyrra eða alls tólf kokkar ásamt aðstoðarkokkum.
„Öll framkvæmd keppninnar var til mikillar fyrirmyndar og mikið í lagt. Flottir keppendur og flott eldhús og gaman að sjá hve margir áhorfendur voru allan daginn að fylgjast með.“
, sagði Jakob H. Magnússon matreiðslumeistari, best þekktur sem Kobbi á Horninu, í samtali við veitingageirinn.is, en Jakob var dómari í keppninni.
Í aðalkeppninni var keppt í þriggja rétta matseðli fyrir átta manns. Aðalhráefnin voru að þessu sinni:
- Forréttur: akurhæna
- Aðalréttur: smálúða frá Noregi
- Eftirréttur: epli
„Skrítið fyrirkomulag en það virtist alveg virka“
„Fyrri daginn var keppt í forrétti og eftirrétti og þá voru eingöngu Pólskir dómarar sem dæmdu. Daginn eftir var aðalrétturinn dæmdur og þá voru alþjóðlegir dómarar og var ég í þeim hópi. Mér fannst þetta satt að segja frekar skrítið fyrirkomulag en það virtist alveg virka, og síðan voru öll stigin fyrir báða dagana reiknuð út.“
Það var Bartosz Peter sem sigraði en hann er jafnframt liðstjóri í Pólska kokkalandsliðinu, í öðru sæti var Pawel Salamon en hann sigraði keppnina í fyrra og í þriðja sæti var Pawel Kubera sem er þekktur kokkur í Póllandi.
Sigurvegara í Kokkur ársins í Póllandi 2017 ásamt aðstoðarmönnum:
1. sæti – Bartosz Peter og Rafal Kudlinski
2. sæti – Pawel Salamon og Maciej Pisarek
3. sæti – Pawel Kubera og Kajetan Swiokla
Um kvöldið var haldin hátíðarkvöldverður með verðlaunaafhendingu, hlaðborði og tónleikum fyrir keppendur, dómara, styrktaraðila og aðra aðstandendur keppninnar.
„Mjög ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu með þeim, og var ég stoltur af.
, sagði Jakob að lokum.
Vídeó
Viðtal við sigurvegarana Bartosz Peter og Rafal Kudlinski og að sjálfsögðu á Pólsku:
Frá keppninni

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun