Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Ítölsk matarveisla á Kolabrautinni | Yfirkokkur River Cafe í London tekur yfir eldhús Kolabrautarinnar

Birting:

þann

River Cafe London

Joseph Trivelli

Yfirmatreiðslumeistari á The River Cafe í London til 14 ára, Joseph Trivelli, tekur yfir eldhús Kolabrautarinnar 8.-11. október næstkomandi. Hann mun bera fram ítalskan mat eins og honum er einum lagið.

River Cafe London

Ruth Rogers og Rose Grey

Til fróðleiks um River Cafe London

Árið 1987 opnuðu tvær konur, þær Ruth Rogers og Rose Grey, með enga matreiðslumenntun og litla reynslu af veitingahúsum einn mikilvægasta veitingastað London til dagsins í dag. River Cafe ber fram árstíðabundin, einfaldan og nútímalegan ítalskan mat. Veitingastaðurinn er sannkölluð stofnun og hefur haft ómæld áhrif á matreiðslu um allan heim.

1998 fékk staðurinn Michelin stjörnu, staðurinn er óformlegur með afslappað andrúmsloft þar sem einfaldur ítalskur matur er aðdráttarafið. Veitingastaðurinn hefur reglulega verið valinn einn af 50 bestur veitingastöðum í heimi frá því að hann opnaði.

Á staðnum hafa margir frábærir og heimsfrægir kokkar starfað og numið, þar má nefna April Bloomfield, Jamie Oliver, Hugh Fearnley-Whittingstall og Theo Randall. Jamie Oliver var einmitt uppgvötaður í sjónvarpsþætti River Cafe og fékk í framhaldi sinn eigin sjónvarpsþátt, Naked Chef, og varð í kjölfarið frægasti kokkur Bretlands.

Matreiðslubækur River Cafe hafa selst í yfir milljónum eintaka.

River Cafe London

Matseðill Joseph Trivelli 8-11 október 2015

Amouse

Farinata

Antipasti

Bagna Cauda
Haustgrænmeti með volgri ansjósu- og Nebbiolo sósu
3100 KR

Anitpasti di vedure
Bakaðir tómatar og paprika með heimalöguðu ricotta og villtri bergmintu frá Sikiley
2980 KR

Beef Carne cruda
Tartar úr nautahrygg með parmigiano, sítrónu og ólífuólíu
3410 KR

Pasta
Gnocchi með leturhumri, kirsuberjatómötum og þorsk-bottarga
3970 KR

Polenta með svartkáli og gorgonzola
3580 KR

Secondi

Skötuselur Aquapazza
4200 KR

Langtímaeldaður Korngrís frá Laxárdal með sítrónu, salvíu, linsum og káli
4200 KR

Dolci

Súkkulaði Nemesis
1900 KR

Panna Cotta með grappa og aðalbláberjum
1900 KR

Möndlukaka með jarðarberjum frá Silfurtúni
1900 KR

Þú ert ekki að fara missa af þessari Ítölsku matarveislu, en borðapantanir er í síma 519 9700.

www.kolabrautin.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið