Uppskriftir
Ítölsk Grænmetissúpa með Bankabyggi
Þetta er mjög góð, ódýr og saðsöm súpa.
Hráefni:
50 ml Basilolía
1 zukkini kjarnhreinsað og skorin í teninga
2 rauðar paprikur í litlum teningum
1 blaðlaukur skorin í litla bita
300 gr gulrætur í teningum
4 hvítlauksgeirar fínsaxaðir
1 lítið búnt timian
200 gr tómatmauk
2 ltr kalt vatn
Grænmetiskraftur
Salt og pipar
Rifinn parmesan ostur
Gott brauð og smjör
Aðferð:
Byggið er soðið í saltvatni í 15 mínútur, vatni hellt af, skolað og sett yfir til suðu á ný í köldu saltvatni. Látið sjóða í 10 mínútur. Í öðrum potti er olían hituð, hvítlaukurinn svitaður og öllu grænmeti blandað saman við.
Vatni er bætt í ásamt söxuðu timian, tómatmauki og kryddi. Bætið byggi saman við.
Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Framreitt með brauði, rifnum parmesan og smjöri.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






