Uppskriftir
Ítölsk Grænmetissúpa með Bankabyggi
Þetta er mjög góð, ódýr og saðsöm súpa.
Hráefni:
50 ml Basilolía
1 zukkini kjarnhreinsað og skorin í teninga
2 rauðar paprikur í litlum teningum
1 blaðlaukur skorin í litla bita
300 gr gulrætur í teningum
4 hvítlauksgeirar fínsaxaðir
1 lítið búnt timian
200 gr tómatmauk
2 ltr kalt vatn
Grænmetiskraftur
Salt og pipar
Rifinn parmesan ostur
Gott brauð og smjör
Aðferð:
Byggið er soðið í saltvatni í 15 mínútur, vatni hellt af, skolað og sett yfir til suðu á ný í köldu saltvatni. Látið sjóða í 10 mínútur. Í öðrum potti er olían hituð, hvítlaukurinn svitaður og öllu grænmeti blandað saman við.
Vatni er bætt í ásamt söxuðu timian, tómatmauki og kryddi. Bætið byggi saman við.
Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Framreitt með brauði, rifnum parmesan og smjöri.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago