Nemendur & nemakeppni
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
Sunnudaginn 16. febrúar var besti ungi matreiðslunemi Ítalíu valinn í keppni sem haldin var af verkefninu Bacalao de Islandia og samtökum matreiðslumanna á Ítalíu (FIC). Viðburðurinn fór fram á Rimini á Ítalíu og er hluti af „Beer and Food attraction” hátíðinni sem stóð yfir dagana 16.-18. febrúar.
Keppendur komu frá öllum 20 héruðum Ítalíu. Skólarnir sem tóku þátt fengu sendan til sín íslenskan saltfisk fyrir nemendur til að æfa sig að á. Í lokakeppninni var hráefnið svo auðvitað íslenskur saltfiskur sem eldað var upp úr.
Bari – uppeldisstöð sigurvegara í keppni ungra ítalskra kokkanema
Emanuele Scattarella, 17 ára nemi í kokkaskólanum Armando Perotti í borginni Bari á Suður Ítalíu bar sigur úr býtum í keppninni. Þess má geta að í fyrra kom sigurvegarinn einnig úr sama skóla. Má því leiða líkur að því að íslenski saltfiskurinn sé svo sannarlega kominn á kortið hjá matreiðslunemum í Bari.
Sigurréttur Emanuele kallaðist ”Saltfiskur að hætti Austurlandbúa” þar sem blandað er saman matarhefðum frá Puglia héraði á Ítalíu og matargerð Austurlanda nær. Saltfiskurinn var eldaður í ofni á líbanskri viðarplötu og kryddaður með Sumac, en á meðal annarra hráefna voru sítróna, ólífur, pistasíuhnetur og granatepli.
Fimmta árið í röð sem íslenskur saltfiskur er í brennidepli í ítalskri keppni
Þetta er í fimmta skiptið sem markaðsverkefnið Bacalao de Islandia stendur fyrir samskonar keppni á Ítalíu og í þriðja sinn í samstarfi við samtök matreiðslumanna á Ítalíu.
Fulltrúi verkefnisins á viðburðinum, Kristinn Björnsson viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu, sagði framkvæmd og skipulag keppninnar hafa verið til fyrirmyndar. Kvað hann það vera mikla viðurkenningu að samtökin hafi valið að nota íslenska saltfiskinn fyrir keppnina um besta unga kokkanema Ítalíu.
“Það er ekki aðeins að íslenski saltfiskurinn sé í aðalhlutverki á lokakeppninni heldur fá fjölmargir nemendur út um alla Ítalíu hráefni [íslenskan saltfisk] til að æfa sig fyrir lokakeppnina.
Það verður gaman að koma til Bari eftir nokkur ár því þar verða örugglega allir veitingastaðir á svæðinu með hágæða íslenskan saltfisk á sínum matseðli”
og vísaði þar til þess að sigurvegarinn kom frá sama stað árið á undan.
Sigurvegarinn hlýtur Íslandsferð
Emanuele hlaut í verðlaun Íslandsferð sem farin verður í september nk. Auk kennara hans verður boðið með í ferðina sigurvegurum sambærilegra viðburða á Spáni og Portúgal, sem Bacalao de Islandia verkefnið kemur einnig að.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá viðburðinum.
Myndir: islandsstofa.is
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra














