Frétt
Ítalskir bræður á Apótekinu – Fylgstu með á veitingageira-snappinu
Massimiliano og Matteo Cameli eru ítalskir kokkar og bræður sem eiga veitingastaðinn Al Veccio Conventio í þorpinu Porticio di Romagna. Þeir ætla að töfra fram ítalska stemningu á Apótekinu sem hófst í dag 7. nóvember og stendur yfir til 11. nóvember og af því tilefni hafa þeirr sett saman 6 rétta seðil.
Bræðurnir ólust upp á veitingastaðnum sínum en foreldrar þeirra opnuðu hann árið 1970 og hefur hann verið mjög vinsæll allar götur síðan.
Það verður af nógu að taka á þessu ítalska Pop Up-i og má nefna hráefni eins og trufflur, lamb, smokkfisk, pasta, hreindýr og humar sem gestir fá að njóta.
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá verður sýnt frá viðburðinum á veitingageira snappinu: veitingageirinn
Borðapantanir og frekari upplýsingar má finna inni á heimasíðu Apóteksins www.apotekrestaurant.is.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum