Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Íslenskur matur í aðalhlutverki þegar eldað var fyrir forseta Íslands í Finnlandi

Birting:

þann

Íslenskur matur í aðalhlutverki þegar eldað var fyrir forseta Íslands í Finnlandi

Feðgarnir Hafliði Halldórsson og Halldór Hafliðason

Í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Finnlands 7.–8. október var haldin stór viðburður í Katajanokka Kasino í Helsinki þar sem íslensk matargerð og hráefni voru í forgrunni. Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari stýrði matseldinni ásamt syni sínum, Halldóri Hafliðasyni matreiðslumanni, með aðstoð finnskra starfsfélaga á staðnum. Alls nutu um 300 gestir íslenskrar matargerð sem vakti mikla lukku.

Íslenskur matur í aðalhlutverki þegar eldað var fyrir forseta Íslands í Finnlandi

Þegar Hafliði var spurður hvort einhver réttur hefði vakið sérstaka athygli, svaraði hann hiklaust:

„Já, hörpuskelin og lambið. Vorum með ferska skel úr Ísafjarðardjúpi og lambið kom frá Leirárgörðum í Leirársveit. Slátrað hjá Sláturhúsi Vesturlands og búið að hanga í tvær vikur.“

Á matseðlinum voru íslensk hráefni í fyrirrúmi. Gestir fengu meðal annars reykta Klaustursbleikju með hrognum á smápönnukökum, ferska hörpuskel úr Ísafjarðardjúpi með eplum, íslensku wasabi, rjóma og dilli, perlubygg með sveppum og Feyki osti, steiktan vestfirskan þorsk í skelfisksósu og íslenskt lamb með sólrótarkremi, krækiberjasoði og graslauk.

Íslenskur matur í aðalhlutverki þegar eldað var fyrir forseta Íslands í Finnlandi

Einnig var boðið upp á fjölbreytt vegan úrval, þar á meðal tartalettu með rauðrófum og reyktu majonesi, hægþurrkaða tómata frá Friðheimum með fennelsalati og skessujurtarmajonesi og í eftirrétt súkkulaðímús með hnetumulningi og hindberjum.

Viðburðurinn var hluti af ríkisheimsókn forsetahjónanna þar sem viðskiptasendinefnd skipuð um 50 fulltrúum frá 30 fyrirtækjum og stofnunum tók þátt. Markmið ferðarinnar var að efla tengsl og samstarf milli íslenskra og finnskra fyrirtækja og kynna íslenskt hugvit, tækni og sjálfbærar lausnir.

Íslenskur matur í aðalhlutverki þegar eldað var fyrir forseta Íslands í Finnlandi

Meginviðburður ferðarinnar var viðskiptaþing í höfuðstöðvum Nokia, skipulagt af Íslandsstofu, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Business Finland. Áhersla var lögð á tölvuleikjaiðnað, orkuinnviði og hátækni. Forsetar Íslands og Finnlands tóku bæði þátt í dagskránni og fluttu ávörp um samstarf og framtíðarsýn landanna.

Myndir: úr einkasafni / Hafliði Halldórsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið