Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Íslenskt skyr og bláber fellur vel í kramið í bjórheiminum

Birting:

þann

Bjórhátíð í Kanada 2018

Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður og forsvarsmaður KEX

Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður og forsvarsmaður KEX Brewing er nýkominn af Liquid Art Festival í Hamilton í Kanada þar sem hann kynnti afurðir sínar. Liquid Art Festival var haldin 15. og 16. júní s.l. og hana sækja bruggarar hvaðanæva að úr heiminum og meðal þátttakenda voru brugghús frá Japan, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna.

Bjórhátíð í Kanada 2018

KEX Brewing vekur athygli á einni stærstu bjórhátíð Kanada

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Collective Arts Brewing í Toronto sem eru mörgum íslenskum bjórunnendum kunnugt um eftir viðveru sína The Annual Icelandic Beer Festival á KEX Hostel.

„Collective Arts Brewing eru íslandssvinir sem við höfum unnið náið með og bruggað með þeim mikð af bjór. Þau eru eitt heitasta brugghúsið í Kanada eins og staðan er í dag og hafa verið að gera framúrskarandi bjóra að undaförnu. Collective Arts leggja jafnmikla áherslu á hönnun sem og bjórgerðina og skara þau framúr á sínu sviði.“

segir Hinrik Carl.

Hátíðin er með 55 brugghúsum allstaðar af úr heiminum, frá Japan, Ástralíu og bestu brugghús úr Evrópu og USA á borð við, Omnipollo, Other Half, Bellwoods, Mikkeller, To Ol, Aslin, Brewski, Civil Soceity, Voodoo, Dugges, Lamplighter, Evil Twin, 18th Street og fleiri skemmtileg brugghús í heimsklassa.

Bjórhátíð í Kanada 2018

Hátíðin er með 55 brugghúsum allstaðar af úr heiminum

KEX Brewing vakti mikla athygli og seldist allur bjórinn upp. 2500 manns sem kaupa miða á hátíðina sem þykir mikið á hátíð sem þessari.

„Við buðum upp á sambland af okkar bestu bjórum, súrir, svartir og humlaðir allt í bland. Það sem vakti mesta lukku var Millions of Peaches, Forbidden fruit og Skyr og Bláber.“

segir Hinrik.

Nánar um hátíðina má sjá hér og hér.

Það er nóg framundan hjá KEX Brewing og stefnan er tekin á fleiri hátíðir og staðfest hefur verið að þetta litla brugghús taki þátt í Brewskival í Svíþjóð, 8×8 í Peking og MASH Festival í Barcelona. KEX er með í fastri framleiðslu fimm tegundir af bjór auk bjóra sem eru framleiddir fyrir sérstök tilefni eða í samvinnu við önnur brugghús.

KEX Brewing-bjór er seldur á yfir 20 stöðum víðsvegar um landið, allt frá Flateyri til Varmahlíðar og Vík í Mýrdal og fæst hann m.a. á KEX Hostel, Skál, Mikkeller & Friends, Grandi Mathöll, Kaldi Bar o.s.frv.

Fylgjast má með því nýjasta hjá Kex Brewing á www.kexbrewing.is.

Myndir af hátíðinni má finna hér.

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið