Freisting
Íslenskt lambakjöt og skyr í Hvíta húsið
Íslensk matvæli hafa verið að slá í gegn í Bandaríkjunum og hafa vinsældir þeirra ratað inná borð hjá forsetanum, George W. Bush.
Forsagan er sú að þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fór vestur um haf og snæddi kvöldverð með þeim George og eiginkonu hans, Lauru, vegna Special Olympics, gaf Ólafur þeim íslenskan lax, lamb, skyr, osta, smjör og að sjálfsögðu Nóa Siríus súkkulaðí. Yfirmanni eldhússins í Hvíta húsinu, Cristeta Comerford, leist mjög vel á íslenska hráefnið og nú er Baldvin Jónsson, framkvæmdarstjóri Áform, á leiðinni að hitta forsetakokkinn og ræða við fulltrúa eldhússins um íslensk matvæli.
Íslenska lambakjötið og annað góðgæti gæti því verið borið á borð fyrir valdamestu menn heims þegar fram líða stundir.
Matsveinar eldhússins í Hvíta húsinu versla mikið í Whole Food Market en það er verslunarkeðja sem býður meðal annars uppá íslenskan mat þar á meðal lambakjöt, mjólkurvörur og ferskan fisk. Walter Scheib, fyrrverandi yfirkokkur Hvíta hússins, er á mála hjá verslunarkeðjunni og hefur hann verið að kynna notkun á íslensku skyri og smjöri í matargerð sinni. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra vara sem seldar eru í þessum búðum en þær selja eingöngu mat sem stenst strangar gæðavörur. Þetta er allt á frumstigi en ég ætla að hitta Comerford og ræða við hana um þann möguleika að boðið verði uppá íslensk matvæli í Hvíta húsinu, segir Baldvin en í október verður síðan haldin heljarinnar kynning á íslenskum matvælum í Washington.
Baldvin segir íslensk matvæli vera þekkt fyrir gæði umfram magn og þess vegna séu bæði George Bush og Laura spennt fyrir þessum möguleika enda er ekki sama hvað er borið á borð fyrir þau. Íslenska lambið er ekki neitt sterabætt kjöt og Lauru er mjög umhugað um hvað forsetinn lætur ofan í sig, útskýrir Baldvin og George ætti ekki að vera svikin af kjöti íslenska lambsins. Við erum auðvitað mjög ánægðir með að íslenskir bændur skyldu taka upp gæðastýringu sem auðveldar allt markaðsstarf, bætir hann við. Sjálfur hefur Baldvin ekki komið í eldhús Hvíta hússins sem þykir ákaflega flott. Eldhús er jú alltaf bara eldhús en ég vona vissulega að Comerford bjóði mér þangað inn, segir hann.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin