Freisting
Íslenskir veitingastaðir of dýrir
|
Ísland býður upp á allt of dýra veitingastaði að mati bandarísks blaðamanns sem ferðaðist nýlega um landið. Jonathan Finer skrifaði um reynslu sína á vefsíðu Miami Herald og sagði Reykjavík bjóða upp á þá dýrustu veitingastaði sem hann hefði nokkurn tíma séð.
Viðmiðin voru borgir sem hann hafði nýlega heimsótt eins og Hong Kong, Tokyo, Dubai, New York og London.
Það var sama hvert við fórum, alls staðar endurtók sagan sig. Rákumst til dæmis á fiskihlaðborð með ógirnilegum humri á sama verði og olíutunna!“ segir Finer hneykslaður í greininni. Hann var þó alls ekki óánægður með allt enda sagðist hann hafa fundið tvo góða veitingastaði í Reykjavík þar sem verðskráin var ekki svo sjokkerandi.
Fyrst lá leið hans á Sægreifann þar sem hann snæddi hrefnukjöt og humarsúpu sæll og glaður. Daginn eftir var honum bent á að bestu borgarana í bænum fengi hann á Hamborgarabúllunni. Honum þóttu báðir staðirnir þrælfínir og sagði hann Búlluna hafa staðið vel undir væntingum. Í lok greinarinnar sagði hann:
Ísland er að sjálfsögðu miklu meira en matur. En þegar allt kemur til alls er fátt sem toppar góðan mat á sanngjörnu verði. Með því að leggja okkur svolítið fram fundum við tvo slíka staði.“
Greint frá í Fréttablaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði