Freisting
Íslenskir veitingastaðir of dýrir
|
Ísland býður upp á allt of dýra veitingastaði að mati bandarísks blaðamanns sem ferðaðist nýlega um landið. Jonathan Finer skrifaði um reynslu sína á vefsíðu Miami Herald og sagði Reykjavík bjóða upp á þá dýrustu veitingastaði sem hann hefði nokkurn tíma séð.
Viðmiðin voru borgir sem hann hafði nýlega heimsótt eins og Hong Kong, Tokyo, Dubai, New York og London.
Það var sama hvert við fórum, alls staðar endurtók sagan sig. Rákumst til dæmis á fiskihlaðborð með ógirnilegum humri á sama verði og olíutunna!“ segir Finer hneykslaður í greininni. Hann var þó alls ekki óánægður með allt enda sagðist hann hafa fundið tvo góða veitingastaði í Reykjavík þar sem verðskráin var ekki svo sjokkerandi.
Fyrst lá leið hans á Sægreifann þar sem hann snæddi hrefnukjöt og humarsúpu sæll og glaður. Daginn eftir var honum bent á að bestu borgarana í bænum fengi hann á Hamborgarabúllunni. Honum þóttu báðir staðirnir þrælfínir og sagði hann Búlluna hafa staðið vel undir væntingum. Í lok greinarinnar sagði hann:
Ísland er að sjálfsögðu miklu meira en matur. En þegar allt kemur til alls er fátt sem toppar góðan mat á sanngjörnu verði. Með því að leggja okkur svolítið fram fundum við tvo slíka staði.“
Greint frá í Fréttablaðinu
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala