Smári Valtýr Sæbjörnsson
Íslenskir dagar í Seattle
Kynning á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu verður í Seattle næstu daga. Í þessari kynningarherferð, sem ber nafnið „Taste of Iceland“ verður boðið upp á mat, tónlist, bókmenntir svo eitthvað sé nefnt.
Tónlistin verður í höndum Fufanu, JFDR, Kinski og NAVVI og verða tónleikarnir haldnir í Neumos. Listakonan Steinunn Sigurðardóttir verður með sýninguna „The Space in Between“ í Norræna sýningarsalnum Heritage Museum. Bókmenntalegur viðburður þar sem þeir Guðmundur Andri Þórsson, Örnólfur Þórsson og Dr. Gísli Sigurðsson ræða um bókmenntir í KEXP Studios.
Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins verður gestakokkur á veitingastaðnum The Carlile Room þar sem Desmond Bonow er yfirmatreiðslumeistari. Sigurður kemur til með að bjóða upp á glæsilegan matseðil:
-Arctic Char and Char Roe served with oyster emulsion, cucumber, crisp rye bread and dill vinaigrette
-Cod with Cauliflower 3 way Dulse, Cress and Buerre Noisette Vinaigrette
-Char Grilled Fillet of Lamb served with Celeriac, Kale and Crowberry Sauce
-White Chocolate Brownie served with Icelandic Provisions Skyr Ganache, Billberry’s Sorbet and Meringue
Herlegheitin kosta 75 dollara eða um 8.600 krónur.
Hátíðin hefst á morgun 13. október og stendur yfir til 16. október.
Mynd af Sigurði: grillid.is
Mynd: Instagram /deziduzzit
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Food & fun18 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina