Smári Valtýr Sæbjörnsson
Íslenskir dagar í Seattle
Kynning á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu verður í Seattle næstu daga. Í þessari kynningarherferð, sem ber nafnið „Taste of Iceland“ verður boðið upp á mat, tónlist, bókmenntir svo eitthvað sé nefnt.
Tónlistin verður í höndum Fufanu, JFDR, Kinski og NAVVI og verða tónleikarnir haldnir í Neumos. Listakonan Steinunn Sigurðardóttir verður með sýninguna „The Space in Between“ í Norræna sýningarsalnum Heritage Museum. Bókmenntalegur viðburður þar sem þeir Guðmundur Andri Þórsson, Örnólfur Þórsson og Dr. Gísli Sigurðsson ræða um bókmenntir í KEXP Studios.
Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins verður gestakokkur á veitingastaðnum The Carlile Room þar sem Desmond Bonow er yfirmatreiðslumeistari. Sigurður kemur til með að bjóða upp á glæsilegan matseðil:
-Arctic Char and Char Roe served with oyster emulsion, cucumber, crisp rye bread and dill vinaigrette
-Cod with Cauliflower 3 way Dulse, Cress and Buerre Noisette Vinaigrette
-Char Grilled Fillet of Lamb served with Celeriac, Kale and Crowberry Sauce
-White Chocolate Brownie served with Icelandic Provisions Skyr Ganache, Billberry’s Sorbet and Meringue
Herlegheitin kosta 75 dollara eða um 8.600 krónur.
Hátíðin hefst á morgun 13. október og stendur yfir til 16. október.
Mynd af Sigurði: grillid.is
Mynd: Instagram /deziduzzit

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Íslandsmót barþjóna19 klukkustundir síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata