Sigurður Már Guðjónsson
Íslenskir ástarpungar í eigu Norðmanna
Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla Group er orðin stórtæk á íslenskum matvælamarkaði. Samsteypan framleiðir m.a. ástarpunga.
Í upphafi þessa mánaðar var greint frá því að félagið Gæðabakstur ehf. hefði keypt meirihluta í Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co, einnig þekkt sem Kristjánsbakarí. Kristjánsbakarí er í hópi elstu fyrirtækja landsins og hafði fram að kaupunum verið fjölskyldufyrirtæki í samfelldri eigu þriggja ættliða í 103 ár frá stofnun.
Með kaupunum færðist Kristjánsbakarí inn í norsku samsteypuna Orkla Group A/S, sem er skráð í norsku kauphöllina. Orkla Group er í hópi stærstu fyrirtækja í Noregi, en um 13.000 starfsmenn störfuðu fyrir félagið í lok síðasta árs. Samstæðan er metin á jafnvirði 984 milljarða íslenskra króna í norsku kauphöllinni. Til samanburðar eru öll félögin í íslensku úrvalsvísitölunni metin á 565 milljarða króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eitt af dótturfélögum Orkla Group er danski smjörlíkisframleiðandinn Dragsbæk margarinfabrik A/S. Í eigu þess er svo félagið Blume Foods I/S, sem aftur á allt hlutafé í íslenska félaginu Viska hf.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag.
Mynd: Smári
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana