Bocuse d´Or
Íslenska Bocuse d´Or Europe liðið í fullum undirbúningi
Íslenska Bocuse d´Or Europe liðið og föruneyti lentu í Stokkhólmi á föstudaginn s.l. og búið er að koma sér fyrir á Radisson Blue Arlandia hótelið við Arlandia flugvöllinn. Strax var farið að taka allt upp, yfirfara öll áhöld og fleira og sem betur fer komst allt í heilu lagi í gegnum ferðalagið. Nýju skan boxinn komu vel út sem að Íslenska liðið fékk sent á hótelið.
Dagurinn í gær fór í að strákarnir græjuðu tæki og tól í herberginu góða sem við höfum til umráða til að vinna í. Ég og Siggi fórum í grænmetis , trufflu, kavíar leiðangur niður til Stokkhólms. Við fundum mest allt sem okkur vantaði fyrir utan tvo hluti sem við munum fá senda með klappliðinu sem kemur á þriðjudaginn næstkomandi. Stulli kom með flugi í hádeginu í gær, glaður og hress, annars er hópurinn glaður og sæll.
, sagði Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari hress í samtali við veitingageirinn.is
Myndir: Þráinn Freyr

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?