Smári Valtýr Sæbjörnsson
Íslenska bjórhátíðin á KEX Hostel í fimmta sinn – Snapchat veitingageirans verður á staðnum
KEX Hostel heldur hina árlegu íslensku bjórhátíð í fjórða sinn dagana 24. – 27. febrúar. Hátíðin er haldin í tilefni af 27 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram.
Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum og munu bruggarar frá Borg, Ölgerðinni, Einstök, Vífilfelli, Bryggjan Brugghús, Segul 67, Steðja, Ölvisholti og Kalda kynna starfsemi sína á KEX Hostel. Erlendu bruggarnir koma frá örbrugghúsum í Danmörku (To Øl, Mikkeller og Alefarm) og Bandaríkjunum (The Commons Brewery, Pfriem Family Brewers og Surly Brewing Company) og sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða handverksbjór (e. craft beer) af ýmsum toga.
Hátíðin færir út kvíarnar og bætir við þremur staðsetningum
Á hátíðinni í ár bætast við þrjár nýjar staðsetningar og eru það annars vegar Mikkeller & Friends Reykjavík og veitingastaðurinn við Hverfisgötu 12 og hinsvegar Fiskislóð 73. Á Mikkeller & Friends Reykjavík og Hverfisgötu 12 hefst dagskráin Bjórvikunni mánudaginn 22. febrúar þar sem bjórar frá Warpigs í Danmörku, Upright í Oregon og Omnipollo í Svíþjóð yfirtaka húsið. Sænska veitingahúsið Omnipollo‘s Hatt mun einnig taka yfir eldhúsið á Hverfisgötu 12 en það er veitingahús í sænsku handverksbruggarana frá Omnipollo.
Tekið er fram í tilkynningu að það koma ekki bruggarar frá Omnipollo og Upright.
Á Fiskislóð 73 verður svo boðið uppá svokallað ofur-session, pop up veitingahús og bari og rokktónleika.
Sjá einnig: Frábært framtak í bjórmenningu landsins | Úrslit frá keppni brugghúsana
Ekki þarf armband fyrir viðburðina á Mikkeller & Friends og Hverfisgötu 12.
Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:
Miðvikudagur, 24. febrúar: kl. 17:00-19:00
Bjórsmakk á KEX Hostel
Brugghús: Kaldi, Segull 67, Ölvisholt, The Commons Brewery (US) og Alefarm Brewing (DK)
Fimmtudagur, 25. febrúar: kl. 17:00-19:00
Bjórsmakk á KEX Hostel
Brugghús: Steðji, Einstök, Mikkeller og To Øl.
Föstudagur, 26. febrúar: kl. 17:00-19:00
Borg Brugghús, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Bryggjan Brugghús, pFriem Family Brewers (US) og Surly Brewing Company (US)
Laugardagur, 27. febrúar:
Kl. 14:00 Bjórvinnustofa og spjall við bruggara í Gym & Tonic á KEX Hostel.
Kl. 17:00-19:00 Ofursmakk á Fiskislóð 73 ( Vegvísun á Fiskislóð 73. )
Brugghús: Mikkeller, To Øl, Surly, The Commons Brewery, pFriem, Alefarm, Kaldi, Segull 67, Ölvisholt, Einstök, Víking Ölgerð, Steðji, Borg Brugghús, Ölgerðin og Bryggjan Brugghús.
Kl. 19:00-23:00 Sæmundur í sparifötunum Pop Up veitingahús, Mikkeller & Friends Pop Up Bar og Hverfisgata 12 kokteil bar.
TÓNLEIKAR – Hljómsveitin FM Belfast spilar fyrir gesti hátíðarinnar frá kl. 21:00. Einnig verður hægt að kaupa miða sérstaklega á FM Belfast en sá miði gildir ekki á bjórhátíðina.
Íslensku brugghúsin sem taka þátt í hátíðinni:
Víking Ölgerð / Vífilfell
Einstök
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Borg Brugghús
Ölvisholt
Kaldi
Steðji
Bryggjan Brugghús
Segull 67 Brugghús
Alþjóðlegu brugghúsin sem taka þátt í hátíðinni:
Mikkeller
To Øl
Alefarm
The Commons Brewery
Surly Brewing
pFriem Family Brewers
Warpigs – ATH! Bara á Mikkeller & Friends
Upright Brewing – ATH! Bara á Mikkeller & Friends
Omnipollo‘s Hatt – ATH! Bara á Mikkeller & Friends og Hverfisgötu 12
Omnipollo – ATH! Bara á Mikkeller & Friends Reykjavík og Hverfisgötu 12
Snapchat veitingageirans á staðnum
Bryggjan Brugghús verður með Snapchat veitingageirans yfir helgina og gerir góð skil á Íslensku bjórhátíðinni og fá Snapchat vinir að fylgjast vel með á bakvið tjöldin. Bryggjan er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík þar sem lagt er áherslu á fersk hráefni og gæða bjór af ýmsum tegundum sem dælt er beint úr brugghúsinu. Bryggjan Brugghús er staðsett á Grandagarði 8, 101 Reykjavík.
Um Snapchat veitingageirans
Á Snapchat Veitingageirans er hægt að fylgjast með á bakvið tjöldin hjá veitingabransanum.
Hinir ýmsu einstaklingar úr bransanum skiptast á að sjá um Snappið og með því getum við skilað til ykkar fjölbreyttu og skemmtilegu efni.
Snapchat-aðgangur Veitingabransans er: veitingageirinn
Smellið hér til að skoða fréttayfirlit af Snapchat-gestum veitingageirans.
Hægt er að sækja um að vera gestur á Snapchat með því að senda á netfangið [email protected] eða í gegnum þetta einfalda form.
Myndbönd frá Íslensku bjórhátíðinni 2015
Myndband frá Íslensku bjórhátíðinni 2013
Myndir: www.kexland.is
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi