Vertu memm

Freisting

Íslensk veitingahjón með glæsilega veisluþjónustu í Noregi

Birting:

þann

Einn af veislusal í Det lille extraFyrir um 7 árum fóru þau hjónin Hafsteinn Sigurðsson og Guðrún Rúnarsdóttir til Noregs. Þau byrjuðu að vinna á Bolkesjø Hotel fyrstu 3 árin og fluttu þau síðan í næsta bæ Kongsberg, Hafsteinn fór að vinna á Quality Hotel Grand og Guðrún fór að vinna á Gamlegrendåsen Barnehage, en fljótt þróaðist málin þannig að þau ákváðu að stofnsetja litla veisluþjónustu sem þau skírðu “Det lille Extra”.

Det lille Extra hefur ört vaxað í eitt af virtustu veisluþjónustu í héraðinu Buskerud í Noregi. Nýverið festi veisluþjónustan Det lille Extra kaup á gömlu og virðulegu húsi sem er ca 540 fm, það er talið vera 300 til 500 ára gamalt. Húsið var byggt fyrir yfirmanninn í silfurnámunum. Det lille Extra húsið tekur 50 manns í sæti, stóri salurinn tekur 100 manns í sæti, barinn tekur 50 manns í sæti, arinn stofan tekur 20 manns og garðurinn tekur um 80 manns.

Húsið sem veisluþjónustan Det lille Extra keypti, var í eigu Odd-Fellow í 40 ár en þau hjónin Hafsteinn og Guðrún voru búinn að vera leigjendur hjá þeim í 2 mánuði en Odd-Fellow hefur nú fest kaup á stærra húsnæði ásamt Frímúrurum og 2 öðrum félögum. Í nýja húsnæðinu Odd-Fellow og Co, er ca. 650 fm veislusalur sem þau hjónin koma til með að sjá alfarið um rekstur á þeim sal.

 

Gamalt fangelsi verður af glæsilegum veitingastað

Vegna mikilla metnaðar í hjónunum hafa fjöldinn allur af fyrirtækjum óskað eftir þeim til að sjá um rekstur á hinum og þessum veislusölum og veitingahúsum þar á bæ en til gamans má geta að nú standa þau hjónin í samningaviðræðum við stórt byggingarfyrirtæki „Profier“  um að reka veitingastað í gamla fangelsinu þar á bæ, en fangelsið var lagt niður fyrir ca 15 árum. Byggingafyrirækið mun standa í miklum breytingum og endurbætum á fangelsinu en fyrirhugaður opnunartími er 1.júli 2006 . Þau hjónin eru von um glöð yfir móttökunum sem þau hafa fengið í bænum Kongsberg og er nóg að snúast, enda ör vöxtur á Det lille Extra veisluþjónustunni eða öllu nær Det “store” Extra.

Að lokum vilja þau koma á framfæri kærri kveðju til allra á Íslandi og ef þú átt leið hér um að endilega kíkja við, það er alltaf heitt á könnunni.

Ef þú vilt hafa samband við þau, þá er emailið þeirra [email protected]  www.detlilleextra.net

Kíkið á myndir af Det lille Extra með því að smella hér.

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið